Fleiri aldursflokkamet á Vetrarmótum ÍR

Stelpurnar voru einnig að bæta aldursflokkametin. Aníta Hinriksdóttir úr ÍR bætti aldursflokkametið í 15 ára stúlkna þegar hún hljóð 800m á tímanum 2;10,20mín.Fyrra metið 2;13,38mín átti hún sem hún setti fyrir rúmum mánuði síðan.  Hún hefur hlaupið hraðast utanhús 2;08,64mín.
 
Einnig var bætt aldursflokkamet í 300m hlaupi 12 ára stelpna, þar var á ferð Margrét Hlín Harðardóttir úr ÍR. Hún hljóp á tímanum 46,08sek. Fyrra metið átti Vilhelmína Þór Óskarsdóttir úr Fjölni frá því fyrir ári síðan.
 
Nánari upplýsingar um árangur á þessum mótum og fleiri mótum má sjá hér
 
 

FRÍ Author