Fjórir keppendur á Bauhaus Junioren Gala 2015

Margir bestu unglingar í heiminum taka þátt í þessu móti víða að, en keppendur frá 20 löngum eru skráðir til þátttöku að þessu sinni.
 
Þau Hilmar og Aníta eru reyndir þátttakendur í Mannheim, en Aníta hefur tvívegis bætt Íslandsmetið í 800 m hlaupi þarna.
 
Keppni hefst kl. 11 að íslenskum tíma á laugardag og kl. 9 á sunnudaginn. Aníta keppir um kl. 13:45 á sunnudag, að íslenskum tíma, í 800 m hlaupi sem er ein aðalgrein mótins.
 
Hægt verður að fylgjast með beinni útsendingu frá mótinu hér á vefnum. Útsending verður á meðan keppni stendur yfir.
 
Tímaseðill mótsins má sjá hér. Ath. tímataflan er á mið-Evróputíma sem er 2 klst. á undan íslenskum tíma.

FRÍ Author