Annað Powerade sumarhlaupið 2018 er Fjölnishlaup Gaman ferða sem ræst verður í 30. sinn fimmtudaginn 10. maí kl. 11:00 frá Íþróttamiðstöðinni í Grafarvogi.
10 km hlaupið er jafnframt Meistaramót Íslands í 10 km götuhlaupi.
Vegalengdir:
- 10 km
- 5 km
- 1,4 km
Íslandsmeistaramótið í 10 km götuhlaupi verður ræst kl 11:00 frá göngustíg við Gagnveg sem er um 500 m norðaustan við Íþróttamiðstöðina í Dalhúsum – sjá kort.
Tímataka og úrslit
Tímataka verður með flögum í öllum vegalengdum.
Úrslit verða birt á síðum Powerade sumarhlaupanna og hlaup.is
Nánari upplýsingar um hlaupið má sjá hér.