Fjóla Signý valin íþróttamaður HSK 2011

Fjóla Signý náði glæsilegum árangri á árinu 2011. Á meistaramótum og bikarkeppnum ársins varð hún þrefaldur Íslandsmeistari og sigraði hún fjórar greinar á Bikarmeistaramóti FRÍ, 100 m grindahlaupi, 400 m grindahlaupi og hástökki og var í verðlaunasæti í öllum öðrum greinum sem hún keppti í á þeim mótum. Hún vann svo til átta gullverðlauna á Unglingameistaramóti Íslands auk nokkur silfur og bronsverðlauna.

Þá varð hún Íslandsmeistari í fimmtarþraut innanhúss og sjöþraut utanhúss og í hvort skiptið bætti hún sinn persónulega áranugur töluvert.  Alls vann hún 31 verðlaun á átta stærstu mótum ársins og setti átján HSK met á árinu.

Fjóla náði þeim frábæra árangri að vera valin í A-landslið Íslands, í 100 m og 400 m grindahlaupi og í 4×400 m boðhlaupi. Fjóla keppti í Evrópukeppni landsliða í Reykjavík í lok júní og stóð sig frábærlega, varð þriðja í 400 m hlaupi og hljóp lokasprettinn í 4×400 m boðhlaupi þar sem sveit Íslands landaði silfurverðlaunum.

Stuðst er við frétt af www.sunnlenska.is

Myndina af Fjólu Signýju sem fylgir fréttinni er tekin af Gunnlaugi Júlíussyni

FRÍ Author