Fjögur met í Bikarnum

Fleiri góð afrek voru unnin í Bikarnum um helgina. Hér eru nokkur þau helstu auk þeirra meta sem sett voru:
  • Ari Bragi Kárason FH bætti árangur sinní 200 m hlaupi en hann kom fyrstur í mark á 21,95 sek. Ari Bragi sigraði einnig í 60 m hlaupi á 6,65 sek.
  • Tristan Freyr Jónsson ÍR bætti sinn árangur í 60 m hlaupi, en hann kom 2. mark á 7,00 sek.
  • Trausti Stefánsson FH bætti sinn árangur í 400 m hlaupi eftir góða keppni við Ívar Kristinn Jassonarson úr ÍR. Trausti  kom í mark á 47,62 sek., sem er annar besti árangur Íslendings í greininni.
  • Ívar Kristinn kom í mark á 48,16 sek., sem er við hans besta árangur, en hann hefði þurft að komast niður á 48,00 til að komast á EM í Prag í byrjun næsta mánaðar.
  • Kristinn Torfason FH sigraði í langstökki með 7,38 m en Ingvar Þorsteinsson ÍR var með lengsta stökk upp á 7,14 m. Þeir höfðu síðan sætaskipti í þrístökki, en Þorsteinn stökk lengst 14,21 m en Kristinn 13,98 m.
  • Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir ÍR sigraði tvöfalt, bæði í 60 m og 200 m, auk þess sem hún var í metsveit ÍR í 4×200 m boðhlaupi. Hrafnhild fer eins og kunnugt er á EM í næstu viku. Hún bætti sinn árangur í 200 m hlaupi, 24,06 sek.
  • Arna Stefanía Guðmundsdóttir úr FH kom fyrst í mark í 60 m grind á 8,75 sek., sem er persónuegt met hjá henni.
  • Hin efnilega Þórdís Eva Steinsdóttir úr FH sigraði í hástökki á nýju persónulegu meti 1,70 m.
  • Hafdís Sigurðardóttir UFA, sem keppti fyrir lið Norðurlands sigraði örugglega í langstökki með 6,36 m
Á mynd Gunnlaugs Júlíussonar má sjá Krister stökkva 5,21 m í dag, en skv. myndinni virðist hann vera kominn upp undir þak, en lofthæðin er um 8 m sem gefur rými fyrir "smábætingar" til viðbótar.
Heildarútslit mótsins er hægt að sjá nánar hér á mótaforritinu Þór.

FRÍ Author