Fjögur gull á NM öldunga

Sigurður Haraldsson Leikni Fáskrúðsfirði fékk gull í lóðkasti í flokki 80-84 ára, 12,68 m og í kastþraut 3.626 stig, silfur í spjótkasti 22,66 m og kringlukasti 27,64 m og síðan brons í sleggjukasti 28,97 m.
 
Jón Ögmundur Þórmóðsson ÍR fékk gull í lóðkasti 70-74 ára 16,73 m og brons í sleggjukasti 90,97 m.
 
Trausti Sveinbjörnsson FH fékk gull í 300 m grindahlaupi 65-69 ára á 58,49 sek., sem jafnframt er met í þessum flokki.
 
Bogi Sigurðsson KR varð fjórði í kringlukasti 75-79 ára 26,62 m og Hafsteinn Óskarsson ÍR varð síðan fjórði í bæði 800 m og 1.500 m hlaupum, á 2:11,29 mín. og 4:38,72 mín.
 
Myndina tók Hafsteinn Óskarsson af Sigurði í kasthringnum í Moss.

FRÍ Author