Fimm frjálsíþróttamenn valdir til þátttöku í Mannheim

Íslensku ungmennin eru:
 
Dagbjartur Daði Jónsson ÍR sem keppir í spjótkasti. Lágmarkið á mótið er 65 m en Dagbjartur hefur lengst kastað 66,11 m. Þá má geta þess að lágmarkið á Heimsmeistaramót 19 ára og yngri er 68,70 m og því alls ekki ólíklegt að Dagbjartur muni gera atlögu að því lágmarki á Mannheim mótinu.
 
Kormákur Ari Hafliðason FH sem keppir í 400 m hlaupi. Lágmarkið á mótið er 48,95 sek en Kormákur á best 48,84 sek. Lágmarkið á Heimsmeistaramót 19 ára og yngri er 47,70 sek og má telja líklegt að Kormákur verði með það lágmark í huga þegar hann mætir í blokkirnar. Allt hægt þegar íslenskir spretthlauparar komast í aðeins hlýrri aðstæður þar sem vindurinn blæs ekki jafn sterkt.
 
Thelma Lind Kristjánsdóttir ÍR sem keppir í kringlukasti. Lágmarkið á mótið er 45 m en Thelma bætti sig um tæpa sex metra núna í vor þegar hún kastaði 46,00 m á Kringlukastmóti ÍR. Lágmarkið á Heimsmeistaramót 19 ára og yngri er allt í einu orðin bara steinsnar í burtu en það er 48,00 m.
 
Tristan Freyr Jónsson ÍR hefur tryggt sér þátttökurétt í 110 grind, 200 m og 400 m auk þess sem hann er alveg við lágmörkin í langstökki og 100 m hlaupien hann er nýkrýndur Norðurlandameistari í tugþraut 18-19 ára þar sem hann hlaut 7.261 stig við erfiðar keppnisaðstæður. Það er því úr vöndu að velja fyrir hann og Þráinn þjálfara hans en þeir munu í sameiningu finna út í hvaða greinum Tristan mun keppa svo það passi sem best saman á tímaseðlinum. Tristan hefur nú þegar náð lágmörkum á Heimsmeistaramót 19 ára og yngri í tugþraut, 7.200 stig, en hann er nýkrýndur Norðurlandameistari í tugþraut 18-19 ára þar sem hann hlaut 7.261 stig við erfiðar keppnisaðstæður.
 
Þórdís Eva Steinsdóttir FH sem keppir í 200 m og 400 m hlaupi. Lágmörkin í mótið eru 24,75 sek og 55,75 sek en Þórdís á best 54,80 sek í 400 m og 24,78 sek í 200 m. Þórdís Eva sem er yngsti keppandinn í þessum hópi, aðeins 16 ára gömul, hefur einnig náð lágmörkum á bæði Evrópumeistaramót 16-17 ára og Heimsmeistaramót 19 ára og yngri. Þórdís Eva er nýkomin heim frá Smáþjóðameistaramótinu þar sem hún stóð sig frábærlega vel varð í 3. sæti í 400m hlaupi á tímanum 55,32 sek og var í sigursveit Íslands í 1000m boðhlaupi sem hljóp undir gildandi Íslandsmeti í greininni.
 
Þjálfari í ferðinni verður Þráinn Hafsteinsson.
 

FRÍ Author