Fimm frjálsíþróttamenn á Ólympíuhátíð æskunnar

Fimm frjálsíþróttamenn hafa verið valdir til þátttöku í Ólympíuhátíð æskunnar sem fram fer í Tampere í Finnlandi, 19. til 26. júlí nk.
 
Þau eru, þeirra keppnisgreinar og viðmiðunarárangur:
 
* María Rún Gunnlaugsdóttir Ármanni í 100m grind 14,91 sek
* Sveinbjörg Zophoniasdóttir USÚ í langstökki 5,68m
* Guðrún María Pétursdóttir Breiðabliki í hástökk 1,70m
* Stefanía Valdimarsdóttir Breiðabliki í 400m hl. 58,07 sek
* Hjalti Geir Garðarsson ÍR í kringlukasti 49,49m
 
Flokksstjóri frjálsíþróttafólksins verður Karen Inga Ólafsdóttir verkefnisstjóri unglingalandsliðsins.
 
Mót sem þetta er mjög spennandi að komast á en má líkja þessari hátíð við einskonar minni Ólympíuleikum þá að sjálfsögðu fyrir unglinga.

FRÍ Author