Um helgina taka fimm íslendingar þátt í skoska innanhússmeistaramótinu í fjölþrautum. Mótið fer fram í Glasgow á Emirates Arena.
María Rún Gunnlaugsdóttir FH er eini kvenmaðurinn í hópnum. Hún keppir í fimmtarþraut, en hún varð Íslandsmeistari í fimmtarþraut í janúar síðastliðnum. Fjórir karlmenn keppa í sjöþraut. Þeir eru Tristan Freyr Jónsson ÍR, Ingi Rúnar Kristinsson Breiðabliki, Ísak Óli Traustason UMSS og Ari Sigþór Eiríksson Breiðabliki. Þeir röðuðu sér í fjögur efstu sætin í karlaflokki á Íslandsmeistaramótinu sem fram fór í janúar.
Keppni hefst klukkan 10 báða dagana, lýkur um kl. 16 á laugardeginum og um kl. 17:30 á sunnudeginum.
Heimasíða mótsins: events.scottishathletics.org.uk/events/19132-17229-scottishathletics-indoor-combined-events-championships-5th-march-2017
Og hér má fylgjast með úrslitum: www.janetnixon.info/scottish/2017/IndoorCE/

