Fimm í Ólympíuhópi FRÍ

Myndaður hefur verið Ólympíuhópur Frjálsíþróttasambands Íslands og í honum eru fimm keppendur.

• Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir – ÍR – 200m hlaup
• Guðni Valur Guðnason – ÍR – Kringlukast
• Hilmar Örn Jónsson – FH – Sleggjukast
• Hlynur Andrésson – ÍR – Maraþon/3000m hindrun
• Sindri Hrafn Guðmundsson – FH – Spjótkast 

Ennþá hefur enginn tryggt sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum en í hópnum eru þeir sem að stefna að þátttöku, vinna markvisst að því að tryggja sér keppnisrétt á leikana og talið er að eigi möguleika á þátttöku.

Ekki er um endanlegan hóp frá FRÍ að ræða og vonandi fjölgar í hópnum á árinu 2021 en frestur til að ná lágmörkum er til 29. júní 2021. Vegna Covid aðstæðna á heimsvísu var lokað á möguleika til að ná lágmörkum í frjálsíþróttum frá 6.apríl og opnar glugginn aftur 30. nóvember 2020.

Lágmörkin á leikana má sjá hér að neðan. Lágmörkin eru stífari en áður og aðeins er gert ráð fyrir því að um helmingur keppenda öðlist keppnisrétt með lágmörkum. Þeir sem ekki ná lágmörkum verða valdir út frá stöðu á heimslista.  

Hér má lesa frétt frá ÍSÍ um allan Ólympíuhópinn sem hópur FRÍ er hluti af.