FH með góða forystu eftir fyrri dag í Bikarkeppni FRÍ

FH leiðir karlakeppnina með 47 stig, Ármann/Fjölnir er í öðru sæti með 39 stig og Breiðablik
í þriðja sæti með 38 stig.
FH hefur einnig forystu í kvennakeppni mótins með 44,5 stig, ÍR er í öðru sæti með 40 stig og
Breiðablik er í þriðja sæti með 32,5 stig.
 
Ásdís Hjálmsdóttir kastaði spjótinu 56,50 metra í kvöld og bætti mótsmetið um 2,75 metra, en þetta
er í þriðja skiptið sem Ásdís kastar yfir B-lágmarki fyrir Ólympíuleikana, en það er 56,00m.
Ásdís sigraði einnig í kúluvarpi í kvöld.
Silja Úlfarsdóttir fyrirliði kvennaliðs FH fór fyrir sínu liði og sigraði í þremur greinum í kvöld,
400m grindahlaupi, 400m hlaupi og 100m hlaupi, auk þess sem hún tryggði boðhlaupssveit FH sigur
í 4x100m boðhlaupi á síðasta spretti.
Björgvin Víkingsson fyrirliði karlaliðs FH sigraði örugglega í sínum greinum 400m grindahlaupi og 400m
hlaupi.
 
Það stefnir því allt í að lið FH vinni sinn 15 sigur í röð í Bikarkeppni FRÍ, en mótið heldur áfram í fyrramálið
kl. 11:00 með sleggjukasti kvenna og kl. 11:50 er sleggjukast karla á dagskrá þar sem Bergur Ingi Pétursson
FH keppir, en hann hefur tryggt sér keppnisrétt á Ólympíuleikunum í næsta mánuði.
Aðrar greinar hefjast kl. 12:40 og eru áætluð mótslok um kl. 14:40.
 
Heildarúrslit eru að finna í mótaforritinu hér á síðunni.
 

FRÍ Author