FH ingar Bikarmeistarar FRÍ innanhúss 2009

Lið FH sigraði í dag Bikarkeppni FRÍ innanhúss eftir mikla keppni við A-lið ÍR.
Úrslit heildarstigakeppninnar réðust í síðustu grein dagsins, 4x400m boðhlaupi karla, en fyrir þá grein hafi ÍR A-lið 1,5 stigs forystu á FH, en sveit FH sigraði í boðhlaupinu og ÍR sveitin varð í 3. sæti, þannig að lokaniðurstaðan var að FH hlaut hálfu stigi meira en ÍR. FH hlaut 118 stig, ÍR 117,5 stig og Breiðablik varð í 3.sæti með 105 stig, Fjölnir/Ármann í fjórða með 104,5 stig, Norðurland í fimmta með 85 stig, HSK í sjötta með 76 stig og ÍR B-lið í sjöunda með 63 stig.
Lið FH sigraði karlakeppni mótins örugglega með 74 stigum, Breiðablik varð í öðru sæti með 57 stig og ÍR A-lið varð í þriðja sæti með 52 stig.
ÍR A-lið ÍR sigraði hinsvegar örugglega í kvennakeppni mótins með 65,5 stig, lið Fjölnis/Ármanns varð í öðru sæti með 53,5 stig. Lið Breiðabliks og Norðurlands hlutu jafnmörg stig í 3. sæti, 48.
 
FH er þriðja liðið á þremur árum sem sigrar í Bikarkeppni FRÍ innanhúss, en ÍR A-lið sigraði í fyrra með einu stigi meira en FH og lið Breiðabliks vann árið 2007, þegar keppnin fór fram í fyrsta skipti.
 
Jóhanna Ingadóttir ÍR var aðeins 3 sm frá Íslandmetinu í þrístökki kvenna, þegar hún stökk12,80 metra og stórbætti sinn besta árangur. Íslandsmet Sigríðar Önnu Guðjónsdóttur er 12,83 metrar.
 
Tvö aldursflokkamet féllu á mótinu í dag, Aníta Hinriksdóttir ÍR bætti eigið telpnamet í 1500m hlaupi um 5,5 sek, þegar hún hljóp á 4:51,10 mín og hafnaði í þriðja sæti, en hún verður 13 ára á þessu ári. Þá bætti Meyjasveit ÍR (B-sveit ÍR) eigið met í 4x400m boðhlaupi um 69/100 úr sek, þegar þær hlupu á 4:14,18 mín. Sveitina skipuðu þær Heiður Þórisdóttir, Kristín Lív Jónsdóttir, Vera Sigurðardóttir og Arna Stefanía Guðmundsdóttir.
 
Nokkrir einstaklingar sigraðu í báðum sínum keppnisgreinum á mótinu í dag, en hver keppandi má aðeins keppa í tveimur greinum, auk boðhlaups.
* Trausti Stefánsson FH vann bæði 60m og 200m, auk þess sem hann tryggði sveit FH sigur í
4x400m með góðum lokaspretti. Trausti bætti sig verulega í 60m og náði besta tíma ársins, 6,95s.
* Kristinn Torfason FH vann bæði langstökk og þrístökk. Hann bætti sinn besta árangur í þrístökki um 2 sm, stökk 7,45 metra.
* Linda Björk Lárusdóttir Breiðabliki vann 60m og 60m grindahlaup kvenna.
* Hafdís Sigurðardóttir Norðurlandi vann langstökk og 200m hlaup og var í sigursveit Norðurlands
í 4x400m boðhlaupi.
* Arndís Ýr Hafþórsdóttir Fjölni/Ármanni sigraði örugglega, bæði í 800m og 1500m hlaupum.
 
Heildarúrslit frá Bikarkeppni FRÍ, bæði í einstökum greinum og í stigakeppni milli þeirra sjö liða sem þátt tóku í keppninni að þessu sinni, eru að finna í mótaforritinu hér á síðunni.

FRÍ Author