FH og HSK/Selfoss Bikarmeistarar

Í dag fór fram Bikarkeppni FRÍ og voru það FH-ingar sem urðu þrefaldir Bikarmeistarar. FH sigraði karla-, kvenna- og heildarstigakeppnina og unnu alls sjö greinar. Í heildarstigakeppninni hlutu FH-ingar 74 stig, ÍR-ingar voru í öðru sæti með 67 stig og Fjöelding í því þriðja með 42 stig. ÍR-ingar unnu flestar greinar á mótinu eða níu talsins. 

Hilmar Örn Jónsson úr FH setti mótsmet í sleggjukasti með kast upp á 74,14 metra sem er hans ársbesti árangur.

Í dag fór einnig fram Bikarkeppni 15 ára og yngri og voru það Skarphéðinsmenn sem vörðu titil sinn. Þau hlutu alls 74 stig og unnu samtals ellefu greinar. Í öðru sæti var lið FH með 60 stig og lið HSK/Selfoss B í því þriðja með 50 stig. 

Í stúlknaflokki sigruðu FH-ingar og hlutu þær 39 stig. Í piltaflokki sigraði lið HSK/Selfoss og hlutu þeir einnig 39 stig. 

Hjálmar Vilhelm Rúnarsson úr HSK/Selfoss bætti aldursflokkamet í spjótkasti í flokki 13 ára pilta með 600 gr. spjóti þegar hann kastaði 46,02 metra. 

Ísold Sævarsdóttir úr FH bætti mótsmet í langstökki og stökk hún lengst 5,54 metra.

Úrslit frá Bikarkeppni fullorðinna má finna hér.

Úrslit frá Bikarkeppni 15 ára og yngri má finna hér.

Myndir frá mótinu