FH-ingar slógu 53 ára Íslandsmet

FH-ingar slógu í gærkvöld lífseigasta Íslandsmet karla í frjálsum íþróttum þegar þeir bættu 53 ára gamalt met í 4×400 metra boðhlaupi á Coca Cola móti FH-inga í Kaplakrika.
 
Sveit FH skipuðu þeir Trausti Stefánsson, Björgvin Víkingsson, Björn Margeirsson og Kristinn Torfason og þeir bættu metið um tæpar þrjár sekúndur þegar hlupu á 3:16,16 mínútum.
 
Fyrra metið áttu Ármenningarnir Dagbjartur Stígsson, Guðmundur Lárusson, Hilmar Þorbjörnsson og Þórir Þorsteinsson en þeir hlupu vegalengdina á 3:19,0 mínútum árið 1956.

FRÍ Author