FH bikarmeistari 15 ára og yngri

Bikarkeppni FRÍ 15 ára og yngri fór fram í Kaplakrika um helgina. 118 keppendur úr átta liðum voru mættir til keppni í tuttugu greinum. Í heildarstigakeppninni stöðvaði lið FH þriggja ára sigurgöngu HSK.

FH sigraði með 144 stig, í öðru sæti varð HSK/Selfoss með 138 stig og í þriðja sæti varð UFA með 85 stig. Í stúlknakeppninni sigraði FH með 75 stig og í piltakeppninni sigraði HSK/Selfoss með 74 stig.

Heildarstigakeppni
1. FH – 144 stig
2. HSK/Sefloss – 138 stig
3. UFA – 85 stig

Stúlknakeppni
1. FH – 75 stig
2. HSK/Selfoss – 64 stig
3. Fjölnir/Afturelding – 52 stig

Piltakeppni
1. HSK/Selfoss – 74 stig
2. FH – 69 stig
3. Breiðablik – 51 stig

Hér má sjá heildarúrslit mótsins