Fellur Íslandsmet í Íslandsmetum á árinu?

Í þessum mikla gagnagrunni kennir ýmissa grasa m.a. er þar haldið utan um metaskráningu í öllum aldursflokkum og er hægt að skoða margt áhugavert í þessum grunni. Það sem af er árinu hafa 147 met verið bætt, en “metið” á einu ári frá 1999 eru 150 met bætt á einu ári, en það var árið 2005.
 
Þar sem enn eru nokkur mót á dagskrá í desember þá gæti þetta met fallið á þessu ári!
 
Metabætingar á ári í öllum aldursflokkum frá árinu 1999:
 
1999 = 75 met
 
2000 = 72 met
 
2001 = 86 met
 
2002 = 74 met
 
2003 = 89 met
 
2004 = 100 met
 
2005 = 150 met
 
2006 = 136 met
 
2007 = 147 met til 1. desember.
 
Sveinn Elías Elíasson Fjölni hefur verið iðinn við að bæta metin á undanförum árum og á því var engin undantekning í ár, en hann hefur bætt hvorki meira né minna en 22 met á þessu ári og samtals 75 met frá árinu 2003.
 
Helga Margrét Þorsteinsdóttir USVH hefur einnig verið dugleg að bæta met og hefur hún bætt alls 17 met það sem af er árinu og samtals 37 met frá árinu 2003.
 
Bergur Ingi Pétursson FH bætti flest met í fullorðinsflokki á árinu, en hann bætti Íslandsmetið í sleggjukasti karla fimm sinnum á árinu, síðast í 70,30 metra.
 
Vinsælustu greinar til að bæta met í 2007:
 
200m, samtals 15 met á árinu
 
4x400m boðhlaup, samtals 13 met
 
Sleggjukast, samtals 10 met
 
Vinsælustu staðir til að bæta metin 2007:
 
Reykjavík með samtals 82 met (Laugardalshöll og Laugardalsvöllur)
 
Hafnarfjörður með samtals 12 met (Kaplakriki)
 
Sauðárkrókur með samtals 9 met (Sauðárkróksvöllur).

FRÍ Author