Evrópumeistaramót öldunga í frjálsum íþróttum hefst á morgun. Mótið fer fram dagana 27 . júlí – 6. ágúst og er það haldið í Árósum í Danmörku.
Ísland á 11 keppendur á mótinu að þessu sinni.
Keppendur frá Íslandi:
- Fríða Rún Þórðardóttir ÍR: 800 m, 1500 m, 5000 m, 4 km víðavangshlaup
- Hafsteinn Óskarsson ÍR: 800 m, 1500 m
- Halldór Matthíasson ÍR: Tugþraut, kringlukast, spjótkast, stangarstökk, kastþraut
- Helgi Hólm ÍR: Hástökk, kastþraut
- Jón Bjarni Bragason Breiðablik: Lóðkast, kringlukast, sleggjukast, kastþraut
- Jón H. Magnússon ÍR: Lóðkast, sleggjukast, kastþraut
- Jón S. Ólafsson FH: Stangarstökk
- Kristján Gissurarson Breiðablik: Stangarstökk
- Kristófer Sæland Jónasson HSH: 100 m, þrístökk, spjótkast, kastþraut
- Ólafur Austmann Þorbjörnsson Breiðablik: 800 m, 1500 m
- Þórólfur Ingi Þórsson ÍR: Hálft maraþon
Hér má sjá heimasíðu mótsins.
Frjálsíþróttasamband Íslands óskar íslensku keppendunum góðs gengis á mótinu!