ágúst, 2019

24ágú8:40 fhReykjavíkurmaraþon

Nánar um mót/hlaup

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2019 er Íslandsmeistaramót í maraþoni. Hlaupið fer fram þann 24. Ágúst og verður þetta í þrítugasta og sjötta sinn sem það verður haldið.

Tímasetning
• 08:40 Maraþon og hálfmaraþon
• 09:35 10 km hlaup
• 12:15 3 km Skemmtiskokk
• 13:30 600 m skemmtiskokk – fyrsti hópur ræstur
• 14:00 600 m skemmtiskokk – annar hópur ræstur
• 16:10 Tímatöku hætt

Tímamörk í maraþoni eru sjö og hálf klukkustund. Þau sem koma í mark eftir lengri tíma fá ekki skráðan tíma.

Vegalengdir
Boið verður upp á 600 m skemmtiskokk, 3 km skemmtiskokk, 10 km, hálft maraþon og maraþon.
Allar vegalengdir í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka hefjast og enda í Lækjargötu við Menntaskólann í Reykjavík að undanskildu 600 m hlaupinu sem endar á Skothúsvegi.

Hér má finna kort af hlaupaleiðum

Mikilvægt er að allir hlauparar kynni sér skipulag á marksvæðinu  í Lækjargötu.

10, 21 og 42 km hlauparar fara af stað á báðum akbrautum Lækjargötu. 10 km koma í mark vestan megin en 21 og 42 km koma í mark austanmegin. Skemmtiskokk hefst og endar vestan megin í Lækjargötu. Marksvæðið er eingöngu fyrir þátttakendur og aðstandendur þurfa að vera fyrir utan marksvæði. Hvíldarsvæði er eingöngu fyrir maraþonhlaupara.
Allar vegalengdir eru löglega mældar og mun framkvæmd hlaupsins taka mið af reglum FRÍ um framkvæmd götuhlaupa svo árangur fæst skráður í afrekaskrá FRÍ.

Skráning og þáttökugjöld

Skráning fer fram hér

Verðlaun
Allir þátttakendur í reykjavíkurmaraþoni íslandsbanka fá verðlaunapening þegar þeir koma í mark. Fyrstu þrír karlar og konur í 10 km hlaupi, hálfmaraþoni og maraþoni fá einnig verðlaunagripi fyrir sinn árangur ásamt fleiri verðlaunum sem eru nánar tilgreind hér.

Aldursflokkar
Veitt eru aldursflokkaverðlaun fyrir fyrsta sæti í eftirfarandi flokkum karla og kvenna.

Í 10 km Eru flokkarnir
12-15 ára
16-18 ára
19-29 ára
30-39 ára
40-49 ára
50-59 ára
60-69 ára
70-79 ára
80 ára og eldri

Í 21,1 km Eru flokkarnir
15-19 ára
20-29 ára
30-39 ára
40-49 ára
50-59 ára
60-69 ára
70-79 ára
80 ára og eldri

Í heilu maraþoni eru flokkarnir
18-29 ára
30-39 ára
40-49 ára
50-59 ára
60-69 ára
70-79 ára
80 ára og eldri

Fæðingaár segir til um aldurshóp sem keppendur tilheyra, ekki fæðingadagur.

Tímataka og úrslit
Sjálfvirk tímataka er í 3 km skemmtiskokki, 10 km, hálfmaraþoni og maraþoni. Notaður verður tímatökubúnaður frá mylaps sem samanstendur af mottum í rásmarki sem hlauparar fara yfir í byrjun og enda hlaups en tímatökuflagan er innbyggð í hlaupanúmerinu hjá hverjum og einum.

Góðgerðamál
Áheitasöfnun í tengslum við Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2019 fer fram á hlaupastyrkur.is líkt og undanfarin ár. Allir þátttakendur í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka geta tekið þátt í áheitasöfnuninni. Sjá nánar hér.

Tímasetningar

(Laugardagur) 8:40 fh

X
X