júlí, 2020

13júl(júl 13)7:00 eh14(júl 14)9:00 ehHéraðsmót HSK

Nánar um mót/hlaup

Héraðsmót HSK er stigakeppni milli aðildarfélaga HSK og hefst kl 19:00 báða daga. Gestaþátttaka  er heimil á mótinu. Gestaþátttakendur verða þá látnir hlaupa í sér riðlum í hlaupunum og fá aðeins þrjár tilraunir í köstum og stökkum. Undanskilið er Jónshlaupið en þar geta allir keppt til sigurs, jafnt félagar í HSK sem og aðrir.

Keppnisgreinar

Keppnisgreinar verða sem hér segir:

Konur og karlar fyrri dagur: 100 m – 400 m – 1500 m – hástökk – þrístökk – spjótkast – sleggjukast

Konur og karlar seinni dagur: – 100/110 m gr. – 200 m – 800 m – 4×100 m boðhlaup- langstökk – stangarstökk – kringlukast – kúluvarp. – 5000 m hlaup karla.

Skráningarfrestur og skráningarfyrirkomulag

Skráningarfrestur er til kl. 24:00 sunnudaginn 12. júlí. Skráningar berist beint inn á mótaforritið Þór Keppendur mega keppa að hámarki í sex greinum utan boðhlaups.

Tímasetningar

13 (Mánudagur) 7:00 eh - 14 (þriðjudagur) 9:00 eh

Staðsetning

Selfossvöllur

Mótsstjóri

Guðmunda Ólafsdóttir

Yfirdómari

Helgi Sigurður Haraldsson

X
X