Um helgina fer fram European Festival of Sprint Under 16 í Rieti á Ítalíu. Alls taka 25 þjóðir þátt en Ísland teflir fram tveimur ungum spretthlaupurum, þeim Sindra Frey Seim Sigurðssyni og Glódísi Eddu Þuríðardóttur.
Keppt verður í 80 metra spretthlaupi og hefst keppi á laugardeginum 6.október á Raoul Guidobaldi stadium, keppt verður síðan til úrslita á sunnudeginum 7.október.
Hægt verður að fylgjast með keppninni beint hér: http://www.atletica.tv/
Einnig eru upplýsingar um start lista og úrslit hér: http://www.fidal.it/risultati/2018/COD6663/Index.htm
Við óskum þeim góðs gengis!