Erna Sóley Gunnarsdóttir keppti í undankeppni kúluvarpsins á Evrópumeistaramótinu í Borås í Svíþjóð fyrr í dag. Hún átti lengst kastið í sínum kasthóp og næst lengsta kast allra keppenda. Lengsta kast hennar kom í þriðju og síðustu tilraun og var það 15,85 metrar. Hér má sjá heildarúrslit kúluvarpsins.
Úrslitin hefjast í fyrramálið klukkan 8:30 á íslenskum tíma.