Erlendir meðlimir AASSE ósáttir við framkomu formanns AASSE

Sérsambönd innan AASSE sendu strax frá sér athugasemd til stjórnar FRÍ vegna háttvísi formanns AASSE og minntu á að formaður AASSE hafi ekkert umboð til að fara fram með yfirlýsingu af þeim toga sem hann viðhafði í nafni AASSE . Áréttað var við stjórn FRÍ að formaður AASSE hafi brotið gegn rétti samstarfsaðila innan AASSE með yfirlýsingu sinni. Fréttum í fréttaveitu FRÍ þann 15. ágúst var ætlað að leiðrétta þann misskilning að yfirlýsing formanns AASSE hafi verði birt í samráði við stjórn FRÍ. Jafnframt var áréttað að yfirlýsing formanns AASSE væri ekki í samræmi við stefnu stjórnar FRÍ um að gæta hlutleysis í kosningum af þessum toga. Frekari umræða um þetta mál  er fyrirhuguð á aðalfundi AASSE í byrjun október. 
 

FRÍ Author