Norðurlandameistaramót í fjölþrautum – unglingar í aldursflokkum
Staður: Seinäjoki, Finnland
Tímasetning: 12.-13. júní 2021
Tegund verkefnis: Verkefni einstaklinga
Lýsing: Einstaklingsverkefni þar sem íþróttamenn keppa sem fulltrúar Íslands
Aldursflokkur: 16-22 ára (2005-1999)
Tímabil: Lágmörkum skal náð á tímabilinu 1. maí 2020 – 23. maí 2021 (ekki staðfest tímabil)
Valaðferð: Þar sem Meistaramót Íslands í fjölþrautum verður mögulega haldið eftir að frestur til að ná lágmörkum rennur út munu keppendur hafa tvo möguleika til að ná lágmörkum:
1) keppa í tug-/sjöþraut utanhúss á tímabilinu og ná lágmörkum á mótið
2) keppa í sjö-/fimmtarþraut innanhúss á tímabilinu og ná þeim stigum sem vantar upp á lágmörkin í eftirfarandi greinum á mótum vorið 2021*:
Drengir: spjót, kringla og 400 m (+sjöþraut innanhúss)
Stúlkur: spjót og 200 m (+fimmtarþraut innanhúss).
Einnig verður fylgst með að keppendur séu í keppnishæfu ástandi. Þegar unglinganefnd hefur valið keppendur er listinn sendur á stjórn FRÍ til samþykktar. Hámarksfjöldi keppenda í hverjum aldursflokki eru 3 keppendur.
*ATH! ekki er leyfilegt að keppa í nokkrum þrautum og velja árangur milli þrauta til að setja saman stigahæstu niðurstöðuna.
Val tilkynnt keppendum: 24. maí 2021 (ekki staðfest)
Tími lokaskráningar: 25. maí (ekki staðfest)
Kostnaðarþátttaka keppenda: 45.000 kr.
Aldursflokkar og lágmörk: Unglinganefnd áskilur sér þann rétt að endurskoða lágmörkin (þá lækka þau) ef aðstæður bjóða ekki upp á heilt keppnistímabil vegna COVID-19.
Aldursflokkur | Lágmörk |
Strákar 16-17 ára (2004-2005) | 5856 |
Strákar 18-19 ára (2003-2002) | 6511 |
Strákar 20-22 ára (2001-1999) | 6438 |
Stúlkur 16-17 ára (2004-2005) | 4642 |
Stúlkur 18-19 ára (2003-2002) | 4812 |
Stúlkur 20-22 ára (2001-1999) | 4891 |
Keppendur með lágmörk | Aldur | Stig | Hvenær |
Bauhaus Junioren Gala
Staður: Mannheim, Þýskaland
Tímasetning: 3.-4. júlí 2021
Tegund verkefnis: Verkefni einstaklinga
Lýsing: Einstaklingsverkefni þar sem íþróttamenn keppa sem fulltrúar Íslands.
Aldursflokkur: 16-19 ára (2005-2002)
Tímabil: 1. janúar 2021 – 13. júní 2021 (ekki staðfest tímabil)
Valaðferð: Keppendur eru einungis valdir til þátttöku á móti hafi þeir náð tilskyldum lágmörkum en einnig verður fylgst með að þeir séu í keppnishæfi ástandi. Nái fleiri en 3 lágmörkum í sömu grein verður valið eftir besta árangri keppenda á yfirstandandi keppnistímabili við löglegar aðstæður. Þegar unglinganefnd hefur valið keppendur er listinn sendur á stjórn FRÍ til samþykktar.
Val tilkynnt keppendum: 13. júní 2021 (ekki staðfest)
Tími lokaskráningar: 14. júní 2021 (ekki staðfest)
Kostnaðarþátttaka keppenda: 45.000 kr.
Lágmörk: Ekki er búið að birta lágmörkin
Fjöldi | Keppendur með lágmörk | Aldur | Grein | Árangur | Hvenær |
Evrópumeistaramót U23
Staður: Bergen, Noregur
Tímasetning: 8.-11. júlí 2021
Tegund verkefnis: Verkefni einstaklinga
Lýsing: Einstaklingsverkefni þar sem íþróttamenn keppa sem fulltrúar Íslands
Aldursflokkur: 20-22 ára (2001-1999)
Tímabil: Lágmörkum skal náð á tímabilinu 1. janúar 2020 – 28. júní 2021.
Valaðferð: Keppendur eru einungis valdir til þátttöku á móti hafi þeir náð tilskyldum lágmörkum en einnig verður fylgst með að þeir séu í keppnishæfi ástandi. Nái fleiri en 2 lágmörkum í sömu grein verður valið eftir besta árangri keppenda á yfirstandandi keppnistímabili við löglegar aðstæður. Þegar unglinganefnd hefur valið keppendur er listinn sendur á stjórn FRÍ til samþykktar.
Val tilkynnt keppendum: 27. júní 2021
Tími lokaskráningar: 28. júní 2021.
Kostnaðarþátttaka keppenda: 45.000 kr
Athugið að keppendur þurfa að hafa gilt „I Run Clean“ skírteini.
Lágmörk:

Fjöldi | Keppendur með lágmörk | Aldur | Grein | Árangur | Hvenær |
1 | Mímir Sigurðsson FH | 1999 | Kringa | 55,54m | 8/7/2020 |
2 | Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir ÍR | 2001 | 100m | 11,70 | 25/7/2020 |
200m | 23,98 | 2/2/2020 | |||
3 | Tiana Ósk Whitworth ÍR | 2000 | 100m | 11,80 | 25/7/2020 |
200m | 24,08 | 27/2/2020 | |||
4 | Erna Sóley Gunnarsdóttir ÍR | 2000 | Kúla | 16,19m | 17/1/2020 |
Evrópumeistaramót U20
Staður: Tallinn, Eistland
Tímasetning: 15.-18. júlí 2021
Tegund verkefnis: Verkefni einstaklinga
Lýsing: Einstaklingsverkefni þar sem íþróttamenn keppa sem fulltrúar Íslands.
Aldursflokkur: 16-19 ára (2002-2005)
Tímabil: Lágmörkum skal náð á tímabilinu 1. janúar 2020 til 5. júlí 2021.
Valaðferð: Keppendur eru einungis valdir til þátttöku á móti hafi þeir náð tilskyldum lágmörkum en einnig verður fylgst með að þeir séu í keppnishæfi ástandi. Nái fleiri en 2 lágmörkum í sömu grein verður valið eftir besta árangri keppenda á yfirstandandi keppnistímabili við löglegar aðstæður. Þegar unglinganefnd hefur valið keppendur er listinn sendur á stjórn FRÍ til samþykktar.
Val tilkynnt keppendum: 4. júlí 2021
Tími lokaskráningar: 5. júlí 2021
Kostnaðarþátttaka keppenda: 45.000 kr.
Athugið að keppendur þurfa að hafa gilt „I Run Clean“ skírteini.
Lágmörk:

Fjöldi | Keppendur með lágmörk | Aldur | Grein | Árangur | Hvenær |
1 | Eva María Baldursdóttir Selfoss | 2003 | Hástökk | 1,81m | 17/8/2020 |
2 | Elísabet Rut Rúnarsdóttir ÍR | 2002 | Sleggja | 61,58m | 24/6/2020 |
3 | Kristján Viggó Sigfinnsson Ármann | 2003 | Hástökk | 2,15m | 23/2/2020 |
Heimsmeistaramót U20
Heimsmeistaramót U20
Staður: Nairobi, Kenía
Tímasetning: 17.-22. ágúst 2021
Tegund verkefnis: Verkefni einstaklinga
Lýsing: Einstaklingsverkefni þar sem íþróttamenn keppa sem fulltrúar Íslands.
Aldursflokkur: 16-19 ára (2002-2005)
Tímabil: Lágmörkum skal náð á tímabilinu 1. október 2019 til 5. apríl 2020 eða 1. desember 2020 til 8. ágúst 2021.
Valaðferð: Keppendur eru einungis valdir til þátttöku á móti hafi þeir náð tilskyldum lágmörkum en einnig verður fylgst með að þeir séu í keppnishæfi ástandi. Nái fleiri en 2 lágmörkum í sömu grein verður valið eftir besta árangri keppenda á yfirstandandi keppnistímabili við löglegar aðstæður. Þegar unglinganefnd hefur valið keppendur er listinn sendur á stjórn FRÍ til samþykktar.
Val tilkynnt keppendum: 1. ágúst 2021
Tími lokaskráningar: 2. ágúst 2021
Kostnaðarþátttaka keppenda: 45.000 kr.
Lágmörk:

Fjöldi | Keppendur með lágmörk | Aldur | Grein | Árangur | Hvenær |
Evrópumeistaramót U18
Staður: Rieti, Ítalía
Tímasetning: 26.-29. ágúst 2021.
Tegund verkefnis: Verkefni einstaklinga
Lýsing: Einstaklingsverkefni þar sem íþróttamenn keppa sem fulltrúar Íslands.
Aldursflokkur: 16-17 ára (2004-2005)
Tímabil: Lágmörkum skal náð á tímabilinu 1. janúar 2020 til 16. ágúst 2021
Valaðferð: Keppendur eru einungis valdir til þátttöku á móti hafi þeir náð tilskyldum lágmörkum en einnig verður fylgst með að þeir séu í keppnishæfi ástandi. Nái fleiri en 2 lágmörkum í sömu grein verður valið eftir besta árangri keppenda á yfirstandandi keppnistímabili við löglegar aðstæður. Þegar unglinganefnd hefur valið keppendur er listinn sendur á stjórn FRÍ til samþykktar.
Val tilkynnt keppendum: 15. ágúst 2021
Tími lokaskráningar: 16. ágúst 2021.
Kostnaðarþátttaka keppenda: 45.000 kr.
Athugið að keppendur þurfa að hafa gilt „I Run Clean“ skírteini.
Lágmörk:

Fjöldi | Keppendur með lágmörk | Aldur | Grein | Árangur | Hvenær |