Erlend mótaþátttaka 2021

Erlend mótaþátttaka landsliða og einstaklinga á vegum FRÍ 2021

Bikarkastmót Evrópu

Staður: Split, Króatía.

Tímasetning: 8.-9.maí 2021.

Tegund verkefnis: Verkefni einstaklinga.

Lýsing: Einstaklingsverkefni þar sem íþróttamenn keppa sem fulltrúar Íslands.

Valaðferð: Íþrótta- og afreksnefnd velur ásamt afreksstjóra FRÍ.

Tími lokaskráningar: 27.apríl 2021, síðasti dagur til að sýna árangur er 26.apríl 2021.

Kostnaðarþátttaka keppenda: 45.000 kr. Einstaklingsþjálfarar fara á vegum hvers íþróttamanns en þó ber að skoða sóttvarnarviðmið mótshaldara með fjölda í huga.

Smáþjóðameistaramót

Staður: San Marino.

Tímasetning: 5.júní 2021

Tegund verkefnis: Verkefni landsliðs.

Lýsing: Einstaklings-/Liðakeppni þar sem landslið Íslands keppir.

Tímabil: Lágmörkum skal náð á tímabilinu 20.maí 2020 – 20.maí 2021.

Valaðferð: Lágmörk gilda sem viðmið en valinn verður 18-20 manna hópur keppenda og  endanlegt val er í höndum Íþrótta- og afreksnefndar og afreksstjóra FRÍ.

Tími lokaskráningar: 25.maí 2021.

Kostnaðarþátttaka keppenda: 45.000 kr.

Lágmörk:

Evrópubikarkeppni landsliða 2. deild

Staður: Stara Zagora, Búlgaría

Tímasetning: 19-21.júní 2021.

Tegund verkefnis: Verkefni landsliðs.

Lýsing: Einstaklings-/Liðakeppni þar sem landslið Íslands keppir.

Valaðferð: Valið verður fullt landslið, einn í grein, út frá neðangreindum punktum:
– Árangur í nýlegri keppni vegur mest, stöðugleika í keppni, árangur á stærri mótum og innbyrðis viðureignir.
– Hvort árangur einstakra keppenda er jafn eða besti árangur eins skeri sig verulega úr.
– „Nýtingar“ í boðhlaupssveit/-ir þegar valið stendur á milli einstakra keppenda með mjög sambærilegan árangur.
Endanlegt val er í höndum Íþrótta- og afreksnefndar og afreksstjóra FRÍ.
Síðasti dagur til að sýna árangur er 10.júní 2021.

Tími lokaskráningar: 11.júní 2021.

Kostnaðarþátttaka keppenda: 45.000 kr.                                        

Ólympíuleikar

Staður: Tokyo, Japan.

Tímasetning: 30.júlí – 8.ágúst 2021.

Tegund verkefnis: Verkefni einstaklinga.

Tímabil: Lágmörkum skal náð á tímabilinu 1.janúar 2019 – 5.apríl 2020 og 1.desember 2020 – 29.júní 2021.

Valaðferð: Lágmörk gilda en ef enginn nær lágmarki má velja einn karl eða konu til keppni og þá þann einstakling sem er efstur á heimslista/ranking. Einnig möguleiki á að ef keppandi eða keppendur af sama kyni ná lágmarki að koma inn einum af gagnstæðu kyni. Háð samþykki LOC/TD.

Kostnaðarþátttaka keppenda: 45.000 kr.

Lágmörk:

Norðurlandamót í víðavangshlaupum

Staður: Tullinge, Svíþjóð.

Tímasetning: 6.nóvember 2021.

Tegund verkefnis: Einstaklingsverkefni þar sem íþróttamenn keppa sem fulltrúar Íslands.

Valaðferð: Langhlaupanefnd, Íþrótta- og afreksnefnd og akfreksstjóri FRÍ.

Kostnaðarþátttaka keppenda: 45.000kr.

HM í utanvegahlaupum

Staður: Chiang Mai, Tælandi.

Tímasetning: 11.-13.nóvember 2021.

Tegund verkefnis: Liðakeppni þar sem þrír telja í karla- og kvennaflokka.

Lýsing: Fyrsta mótið sem er haldið í samsrafi World Athletics, ITRA, WMRA og IAU. Vegalend; 75-85km með 4800m hækkun.

Valaðferð: Leiðbeiningar varðandi valaðferð er að finna hér.

Kostnaðarþátttaka keppenda: 45.000 kr.

EM í víðavangshlaupum

Staður: Dublin, Írlandi.

Tímasetning: 12.desember 2021.

Tegund verkefnis: Einstaklingskeppni.

Lýsing: Einstaklingsverkefni þar sem íþróttamenn keppa sem fulltrúar Íslands.

Valaðferð: Langhlaupanefnd, Íþrótta- og afreksnefnd og akfreksstjóri FRÍ.