Erlend mótaþátttaka 2018

Erlend mótaþátttaka landsliða og einstaklinga á vegum FRÍ 2018

 

Norðurlandameistaramót innanhúss

Staður: Tampere, Finnlandi
Tímasetning: 11.02.2018

Tegund verkefnis: Verkefni landsliðs
Lýsing: Landsliðsverkefni þar sem Íslendingar og Danir tefla fram sameiginlegu liði.

Valaðferð: Tveir íþróttamenn eru valdir í hverja grein, þeir tveir með besta árangurinn frá Íslandi og Danmörku.

Vali skal lokið: 6. febrúar 2018, síðasti dagur til að sýna árangur er 31. janúar.

Kostnaðarþátttaka keppanda: 45.000 kr

Heimsmeistaramót innanhúss

Staður: Birmingham, England
Tímasetning: 01. – 04.03.2018

Tegund verkefnis: Verkefni einstaklinga
Lýsing: Einstaklingsverkefni þar sem íþróttamenn keppa sem fulltrúar Íslands
Valaðferð: Lágmörk IAAF gilda til þátttöku. Leitast verður eftir því að senda einn keppanda af hvoru kyni á mótið þó svo að viðkomandi sé ekki með lágmark, en þó með betri árangur en 96% af lágmarki (m.v. IAAF stigatöflu).

Tími lokaskráningar:  19.02. 2018. Síðasti dagur til að ná lágmarki er 18.02. 2018

Kostnaðarþátttaka keppanda 45.000 kr

Kostnaður hvers íþróttamanns, umfram 45.000 kr og kostnaður við þjálfara greiðist ávalt af afreksstyrk nafngreinds einstaklings. Fyrir aðra íþróttamenn og þjálfara þeirra verður kostnaður, umfram 45.000 kr, greiddur af ónafngreindum hluta Afrekssjóðs FRÍ.

Bikarkastmót Evrópu

Staður: Leiria, Portúgal
Tímasetning: 10 – 11.03. 2018
Tegund verkefnis: Verkefni einstaklinga
Lýsing: Einstaklingsverkefni þar sem íþróttamenn keppa sem fulltrúar Íslands
Valaðferð: ÍÞA gerir tillögu að allt að fjórum keppendum með tilliti til árangurs árið á undan og á innanhússmótum sama ár.

Tími lokaskráningar: 28.02.2018.

 

HM í hálfu maraþoni

Staður: Valencia, Spánn

Tímasetning: 24.03. 2018
Tegund verkefnis: Verkefni einstaklinga
Lýsing: Einstaklingsverkefni þar sem íþróttamenn keppa sem fulltrúar Íslands
Valaðferð: Langhlaupanefnd

Tími lokaskráningar: 12.03.2018

Síðasti dagur til að sýna áhuga er 27. janúar.

Kostnaðarþátttaka keppanda 45.000 kr.

Þjálfari eða fararstjóri fer á vegum hvers íþróttamanns.

HM í utanvegahlaupi

Staður: Penyagolosa í Castellon héraðinu á Spáni
Tímasetning: 12.05.2017
Vali lokið: 22.01.2017. Tími lokaskráningar:
Valaðferð: Umsóknarferli samkvæmt leiðbeinandi reglum Langhlaupanefndar FRÍ
Valin hafa verið: Konurnar Hildur Aðalsteinsdóttir, Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir, Sigríður Björg Einarsdóttir og Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir Karlarnir Þorbergur Ingi Jónsson, Guðni Páll Pálsson, Daníel Reynisson og Sigurjón Ernir Sturluson.

Smáþjóðameistaramótið – Landsliðsverkefni

Staður: Liechtenstein
Tímasetning: 09.06.2018
Tegund verkefnis: Verkefni landsliðs
Lýsing: Liðakeppni þar sem landslið Íslands keppir
Valaðferð: Lágmörkum þarf að ná til að koma til greina en ÍÞA velur úr þeim hópi 15-17 keppendur

Lágmörkum skal náð á tímabilinu 10.05.2017-23.05.2018

Tími lokaskráningar: 24.05.2018

Kostnaðarþátttaka keppanda 45.000 kr.

Evrópumeistaramót

Staður: Berlín, Þýskalandi

Tímasetning: 06.-12.08.2018

Lýsing: Einstaklingsverkefni þar sem íþróttamenn keppa sem fulltrúar Íslands
Valaðferð: Lágmörk EAA gilda til þátttöku. Leitast verður eftir því að senda einn keppanda af hvoru kyni á mótið þó svo að viðkomandi sé ekki með lágmark, en þó með betri árangur en 96% af lágmarki (m.v. IAAF stigatöflu).Tímabil: 1.okt 2016 – 2.júlí

 

Tími lokaskráningar: 30.07. 2018.

Lágmörkum skal náð á tímabilinu 01.01.2018 – 30.07.2018

Kostnaðarþátttaka keppanda 45.000 kr

Kostnaður hvers íþróttamanns, umfram 45.000 kr og kostnaður við þjálfara greiðist ávallt af afreksstyrk nafngreinds einstaklings. Fyrir aðra íþróttamenn og þjálfara þeirra verður kostnaður, umfram 45.000 kr, greiddur af ónafngreindum hluta Afrekssjóðs FRÍ.

Manchester

Staður: Manchester, England

Tímasetning: 15.08.2018, keppnin fer fram á einum degi

Lýsing: Lands- og liðakeppni en í ár er ásamt Íslandi þessum boðið; England, Skotland, Wales, Norður Írland, British Athletics U20, British League Team/UK Women’s League

Forskráning: 15.06.2018

Val: 15.07.2017, stefnt að 15-20 manna liði frá Íslandi.

Árangursviðmið;

Grein Viðmið Viðmið
Karlar Konur
100m 10,80 12,00
200m 21,90 24,30
400m 48,50 55,80
800m 1:52,00 2:05,00
1500m 3:50,00 4:20,00
5000m 14:30,00 16:50,00
100/110G 15,00 14,20
400m Grind 55,00 62,00
3000m hindrun 9:45,00 10:30,00
Hástökk 2,02 1,80
Langstökk 7,10 5,95
Þrístökk 14,40 12,20
Stangarstökk 4,55 3,60
Kúluvarp 14,80 13,50
Kringlukast 50,00 48,00
Spjótkast 65,00 50,00
Sleggjukast 60,00 52,00

Lokaskráning: 25.07.2018

Lokaval miðast við einn í grein að hámarki og árangursviðmið og valforsendur ÍÞA og afreksstjóra.

Kostnaðarþátttaka keppanda: 45.000 kr.

NM í víðavangshlaupum

Staður: Reykjavík, Ísland

Tímasetning: 10.11.2018

Lýsing: Liðakeppni þar sem keppt er fjórum flokkum, karla-og kvennaflokki og U20 stúlkna og pilta. Stefnt er að því að senda lið í keppnina.

Forskráning:

Val:

Lokaskráning:

________________________________

Áskilinn er réttur til breytinga eða leiðrétting.