EM í Barcelona, Kristín Birna og Ásdís byrja á morgun

Kristín Birna Ólafsdóttir-Johnson úr ÍR mun hefja keppni í fyrramálið fyrst af okkar fólki. Hún hefur keppni klukkan 10:08 á staðartíma eða klukkan 08:08 á íslenskum tíma. Hún er í öðrum riðli af fjórum. Til að komast áfram þarf hún að vera meðal 3 bestu í sínum riðli eða með einn af 4 bestu tímunum fyrir utan þær sem komust beint áfram.
 
Ásdís Hjálmsdóttir úr Ármanni keppir einnig á morgun í spjóti. Hún er í hópi B og hefst keppnin hjá þeim klukkan 20:30 á staðartíma eða klukkan 18:30 á okkar tíma. Hún þarf að kasta yfir 59,50m til að komast beint áfram í úrslitin eða vera meðan 12 efstu.

FRÍ Author