Thelma Lind Kristjánsdóttir verður á meðal keppenda á Meistaramóti Íslands 15-22 ára sem fram fer á Selfossvelli um helgina. Thelma Lind er ein fjölmargra sterka keppenda á mótinu sem eru framarlega í fullorðinsflokki þrátt fyrir að hafa enn keppnisrétt á mótum unglinga. Thelma Lind er kringlukastari og síðasta sumar bætti hún bætti hún Íslandsmetið í greininni sem var þá búið að standa í 36 ár.

Mikill tími farið í sjúkraþjálfun
Thelma segir að æfingarnar í vetur hafið gengið misvel. „Ég hef verið að glíma við erfið meiðsli í mjöðm síðan í janúar. Mikill tími hefur verið lagður í sjúkraþjálfun og styrktaræfingar til að getað klárað keppnistímabilið úti.“ En hún stundar nám og keppir fyrir University of Virginia í Bandaríkjunum. Thelma segir að hún hafi lagt mikla áherslu á tæknina í kringlukastinu og að hún hafi bætt sig töluvert í henni.
Algjör draumur að vera í Bandaríkjunum
„Ég hef lært mjög mikið á því að hafa farið til Bandaríkjanna að stunda nám og æfa. Ég mæli mjög mikið með fyrir aðra að prufa að fara út í skóla og upplifa þetta. Að æfa við bestu aðstæður og stunda nám í góðum skóla er bara algjör draumur.“ Samt sem áður segir hún að það hafi verið virkilega erfitt fyrst að flytja frá Íslandi en hún sjá ekki eftir neinu í dag. Aðal atriðið er að halda áfram og gefast ekki upp.
Vill vera í fínu standi fyrir EM U23
Markmið Thelmu fyrir mótið um helgina er að kasta ársbesta í kringlunni og verja titilinn í sínum aldursflokki. Varðandi lengd á kasti segir hún að gaman væri að kasta yfir 51 metra. Helsta markmið sumarsins sé hins vegar að vera í fínu standi fyrir EM U23 sem er í júlí. En hún er ein fjögurra Íslendinga sem hafa náð lágmarki á mótið.
Lágmark á HM og Íslandsmetið stærstu stundirnar
Thelma segist ekki vera með neina sérstaka rútínu fyrir keppni en passar sig aðallega á því að borða góðan og næringarríkan morgunmat. Einnig mætir hún tímanlega á völlinn til þess að forðast óþarfa stress.
Aðspurð um stærstu stundir á ferlinum segir hún það vera tvennt sem standi uppúr. „Fyrst var þegar ég náði að lágmarka á HM U20 í kringlukasti eftir að hafa æft kringlu í aðeins eitt ár. Seinna var þegar ég sló 36 ára gamla Íslandsmetið í kringlu.“
Tímaseðil og keppendalista mótsins má finna hér