EM 20-22 ára og EM 19 ára og yngri 2015

Verkefni 2016 

Sjá undir landslið : Árangursviðmið – keppnisferðir 2016

 
 
Verkefni 2015
 
* NM 19 ára og yngri  29.08.2015 – 30.08.2015 Espoo Finnlandi

Frjálsíþróttasamband Íslands áformar að 10 íþróttamenn nýti sér þátttökurétt á Norðurlandameistaramóti Unglinga U20 sem fram fer í Espoo í Finnlandi 29.-30. ágúst. Fimm íþróttamenn hafa öðlast sjálfkrafa þátttökurétt með því að ná árangursviðmiði til þátttöku á EM U20 og hafa verið valdir til þátttöku af stjórn FRÍ. Til að skapa tækifæri fyrir fleiri íþróttamenn til að öðlast þátttökurétt á mótinu hefur stjórn FRÍ áform um að fimm íþróttamenn til viðbótar komist á mótið. Fyrir þann hóp ræður árangur samkvæmt stigatöflu IAAF því hverjir öðlast þátttökurétt og þá miðað við að árangur nemi 900 stigum eða meira. Untanhússárangur 2015 vegur þyngst en einnig verður tekið tillit til árangurs innanhúss við ákvörðun þeirra fimm sem öðlast þátttökurétt.
 
Óskað verður eftir því að tveir þjálfarar fari í ferðina, og þá sérstaklega horft til þjálfara keppenda sem náð hafa EM lágmarki  þegar loka val hefur farið fram. Síðasti dagur til að ná árangri sem tekinn er til greina við valið er 3. ágúst næstkomandi og valið birt 3 dögum síðar. Fyrir þá frjálsíþróttamenn sem náðu lágmarki á EM 19 ára og yngri er 25.000 kr kostnaðarþátttaka eins og í öðrum landsliðsverkefnum en fyrir aðra er kostnaðarþátttaka 60.000 kr fyrir keppendann. Stjórn FRÍ mun óska eftir því að félögin fari í sameiginlega fjáröflun vegna verkefnisins til að standa undir kostnaði.
 
 
 
* Norðurlandamót ungmenna í fjölþrautum í Kaupmannah. 13.-14. júní  

Boð um þátttöku á NM ungmenna í fjölþrautum 13-14 júní 2015. Yfirþjálfari & fararstjóri : Þráinn Hafsteinsson. Þjáfari: Alberto Borges

1. Boð um þátttöku með hefðbundinni kostnaðarþátttöku félag kr. 25.000 : Ingi Rúnar Kristinsson, Breiðablik og Tristan Freyr Jónsson, ÍR

2. Boð um þátttöku með kostnaðarþátttöku félags sem nemur 75% af heildarkostnaði við íþróttamann: Irma Gunnarsdóttir (Breiðablik), Guðmundur Smári Daníelsson (UMSS), Guðmundur Karl Úlfarsson (Ármann).  

Innifalið í kostnaði: Flug (Kefl-Kastrup), gisting í 2ja manna herbergi í þrjár nætur og fæði (3 morgunverðir,  2-3 hádegisverðir, 3 kvöldverðir), fararstjórn og þjálfun. Kostnaður félags vegna íþróttamanns sem deilir 2ja manna herbergi er um 95.000 kr. og um 115.000 kr ef um eins manns herbergi er að ræða. Árangur á NM upp á 4900 stig í sjöþraut hjá Irmu og 6500 stig í tugþraut hjá Guðmundi Smára og Guðmundi Karli tryggir aukna kostnaðarþátttöku FRÍ í kostnaði félags vegna þátttöku þeirra á NM.

Brottför – Föstudagsmorgun  12.júní  Heimkoma mánud.15.júní
Stjórn FRÍ bindur vonir við að fjáröflun fyrir þetta verkefni lækki kostnað Breiðabliks, UMSE og Ármanns.

Sjá upplýsingar frá mótshaldara hér

 
* Junioren-Gala Mannheim  27.- 28. júní – boðsmót fyrir 19.ára og yngri
Áform er um að fjórir keppendur öðlist þátttökurétt í Mannheim. Boð um þátttökurétt verða send út eftir Smáþjóðaleika. Árangursviðmið fyrir sjálfkrafa þátttökurétt eru lágmörk á EM 19 ára og yngri. Stuðst verðu við stigsatöflu við val á íþróttamönnum sem fá boð, ef færri en fjórir ná EM lágmarki. Kostnaður félags er 25.000 kr fyrir þátttakanda sem nær sjálfkrafa árangursviðmiði, en viðbúið um 60.000 kr. fyrir þá sem ná ekki EM-lágmarki. Meira um það síðar eftir að stjórn hefur fengið allar upplýsingar um kostnað vegna þátttöku á mótinu.
 
EM 20 – 22 ára

Hefst: 09.07.2015 – 12.07.2015Tímaseðil:

Félag:Staður: Tallin, Eistlandi

Upplýsingar: Árangursviðmið Evrópusambandsins til þátttöku á EM 22 ára og yngri -lágmörk (konur og karlar) : ** Stúlkur ** 100M: 11.85 200m: 24.20 400m: 54.75 800m: 02:08.0 1500m: 04:23.0 5000m: 16:35.0 10000m: 36:00.0 100 grind: 14.10 400m grind: 60.75 3000m hindrun: 10:35.0 20.000m ganga: 1:48:00 Hástökk: 1.80 Stöng: 3.95 Langstökk: 6.10 Þrístökk: 12.95 Kúla: 14.50 Kringla: 49.00 Sleggja: 60.00 Spjót: 50.00 Sjöþraut: 5300 Boðhlaup: EAA velur þjóðir ** Piltar ** 100M: 10.6 200m: 21.45 400m: 47.4 800m: 1:49.50 1500m: 3:45.00 5000m: 14:12.50 10000m 30:15.00 110 grind: 14.35 400m grind: 52.15 3000m hindrun: 9:00.00 20.000m ganga: 01:30:00 Hástökk: 2.16 Stöng: 5.2 Langstökk: 7.55 Þrístökk: 15.65 Kúla: 17.35 Kringla: 53.5 Sleggja: 63 Spjót: 70 Sjöþraut: 7200 Boðhlaup: EAA velur þjóðir *** Skráningu keppenda þarf að vera lokið 29. júní *** Árangur á innanhússmóti frá 1. janúar 2015 gildir einnig *** Árangrur á innanfélagsmótum skapar ekki sjálfkrafa þátttökumögueika (EAA reglur) *** Kostnaðarþátttaka keppanda/félags verður lægst ef árangursviðmiði (lágmarki) er náð fyrir 10. júní.
 
 

EM 19 ára og yngri

Hefst: 16.07.2015 – 19.07.2015Tímaseðil: EM U20 – hér

Félag:Staður: Eskiltuna, Svíþjóð

Upplýsingar: Árangursviðmið Evrópusambandsins til þátttöku á EM 19 ára og yngri -lágmörk (konur og karlar) : ** Stúlkur ** 100M: 12.00 200m: 24,45 400m: 55.50 800m: 2:09.50 1500m: 4:28.00 3000m: 9:45.00 5000m: 17:15 100 grind: 14.15 400m grind: 61.25 3000m hindrun: 10:55.00 10.000m ganga: 51:30.00 Hástökk: 1.80 Stöng: 3.95 Langstökk: 6.10 Þrístökk : 12.70 Kúla: 13.80 Kringla: 46.00 Sleggja: 56.50 Spjot: 49.50 Sjöþraut: 5100 Boðhlaup: EAA velur þjóðir ** Piltar ** 100M: 10,70 200m: 21,60 400m: 48.20 800m: 1:51.50 1500m: 3:49.00 5000m: 14:45.00 10000m: 31:30.00 110 grind: 14.45 400m grind: 53.75 3000m hindrun: 9:15.00 10.000m ganga: 45:00.00 Hástökk: 2.12 Stöng: 4.95 Langstökk: 7.40 Þrístökk : 15.20 Kúla: 17.95 Kringla: 53.80 Sleggja: 66.00 Spjót: 68.00 Tugþraut: 6950 Boðhlaup: EAA velur þjóðir *** Skráningu keppenda þarf að vera lokið 6. júli.*** Árangur á innanhússmóti frá 1. janúar 2015 gildir einnig *** Árangrur á innanfélagsmótum skapar ekki sjálfkrafa þátttökumögueika (EAA reglur) *** Kostnaðarþátttaka félags verður lægst ef árangursviðmiði (lágmarki) er náð fyrir 20. júní. *** Sjá nánar sænsku heimasíðuna: http://eskilstuna2015.com/se/tavling/kvalgranser/