Elísabet með þriðja lengsta kastið

Elísabet Rut Rúnarsdóttir lauk keppni í sleggjukasti á Ólympíuleikum ungmenna í gær. Elísabet kastaði lengst 63,52 metra og var það þriðja lengsta kast seinni umferðar. Besti árangur hennar er 66,81 metri sem hún náði rétt fyrir mótið. Fyr­ir­komulag keppn­inn­ar er þannig að sam­an­lögð lengd tveggja lengstu kast­anna í tveim umferðum ráða úr­slit­um. Elísa­bet átti ekki gilt kast í fyrstu um­ferð og hafnaði því sam­an­lagt í 16. sæti.

Í kvöld klukkan 20:00 á íslenskum tíma keppir Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir í seinni umferð í 200 metra hlaupi. Guðbjörg átti besta tíma fyrri umferðar og er því sem stendur í fyrsta sæti. Hér verður hægt að fylgjast með hlaupinu í beinni útsendingu.