Elísabet Rut Rúnarsdóttir lauk keppni í sleggjukasti á Ólympíuleikum ungmenna í gær. Elísabet kastaði lengst 63,52 metra og var það þriðja lengsta kast seinni umferðar. Besti árangur hennar er 66,81 metri sem hún náði rétt fyrir mótið. Fyrirkomulag keppninnar er þannig að samanlögð lengd tveggja lengstu kastanna í tveim umferðum ráða úrslitum. Elísabet átti ekki gilt kast í fyrstu umferð og hafnaði því samanlagt í 16. sæti.
Í kvöld klukkan 20:00 á íslenskum tíma keppir Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir í seinni umferð í 200 metra hlaupi. Guðbjörg átti besta tíma fyrri umferðar og er því sem stendur í fyrsta sæti. Hér verður hægt að fylgjast með hlaupinu í beinni útsendingu.