Elísabet fjórða í Nairobi

Elísabet Rut Rúnarsdóttir kastaði sig inn í úrslit í sleggjukasti í gær á HM U20 sem fram fer í Nairobi, Kenýa með kast upp á 59,78 metra. Það skilaði henni fjórða sæti í kast hópnum sínum og níunda sæti inn í úrslitin. Í dag keppti hún til úrslita og kastaði lengst 63,81 metra sem skilaði henni fjórða sæti. Það var Finninn Silja Kosonen sem sigraði á nýju meistaramóts meti og kastaði 71,64 metra.

Kristján Viggó Sigfinnson náði sér ekki á strik í hástökkinu í dag og stökk hann 2,06 metra og hafnaði í 12. sæti. Það var Yonathan Kapitolnik frá ísrael sem sigraði með stökk upp á 2,26 metra.

Elísabet Rut