Elín Edda með bætingu í maraþoni

Frankfurt maraþonið fór fram á sunndaginn þar sem Elín Edda Sigurðardóttir var á meðal keppenda. Elín Edda kom í mark á tímanum 2:44:28 og varð í 33. sæti. Besti tími hennar var 2:49:00 frá því í apríl og því var hún að bæta sig um rúmar fjórar mínútur.

Elín Edda er í öðru sæti afrekalistans yfir bestu bestu maraþon íslenskra kvenna frá upphafi. Íslandsmetið er 2:35:15 sem Martha Ernstsdóttir setti árið 1999 en Martha er þjálfari Elínar.