Ekkert lát á góðum árangri hjá frjálsíþróttafólki um nýliðna helgi.

Arna Stefanía Guðmundsdóttir ÍR varð fimmfaldur íslandsmeistari í sínum aldursflokki (16-17ára) og bætti íslandsmetið í 200m hlaupi í sínum aldursflokki þegar hún hljóp á 24,92, hún sigraði í 60m grindarhlaupi, langstökki, 200m hlaupi og var í sigursveit meyja í 4*200m boðhlaupi.  Sveinbjörg Zophoníasdóttir ÚSU hreppti 3 gull og 2 silfur en hún sigraði í langstökki, kúluvarpi og hástökki og varð í öðru sæti í 60m grindarhlaupi og 200m hlaupi í sínum aldursflokki (18-19ára).  Stefanía Valdimarsdóttir úr Breiðabliki varð einnig þrefaldur íslandsmeistari í sínum aldursflokki (18-19 ára) og sigraði í 60m hlaupi, 60m grindarhlaupi og 200m hlaupi. Kolbeinn Höður Gunnarsson UFA er einnig þrefaldur íslandsmeistari í sínum aldursflokki (16-17ára) en hann sigraði í 60m hlaupi, 60m grindarhlaupi og 200m hlaupi. Meyjasveit ÍR í 4*200m boðhlaupi bætti íslandsmetið en þær hlupu á 1:44.26 en sveitina skipuðu; Arna Stefanía, Elísa Margrét, Dóróther og Jóhanna Kristín.  Bjarki Gíslason UFA setti íslandsmet í stangarstökki í sínum aldursflokki (20-22ára)og stökk 4,83m en hann hefur verið að bæta sig um einn cm. á undanförnum mótum líkt og Sergei Bubka gerði hér um árið.  
 
Margar persónubætingar litu dagsins ljós hjá mörgum keppendum og verður gaman að fylgjast með þessum krökkum í framtíðinni.  Nánari úrslit má sjá hér í mótaforritihér vinstra megin á síðunni.

FRÍ Author