Einstakt metaregn á MÍ 15-22ja ára í Hafnarfirði

Í keppni félaga vann ÍR flesta meistaratitla, alls 34, liðið vann einnig til flestra verðlauna samtals 107 og varð efst í stigakeppni félaga með 646,5 stig. Næstir komu FH-ingar með 28 Íslandsmeistara og alls 66 verðlaun og 408,5 stig.
Þriðju flesta Íslandsmeistara eignaðist lið Breiðabliks, eða 15 og alls 40 verðlaun og alls 274 stig í stigakeppninni.
 
Yfirlit yfir sex verðlaunahæstu félög mótsins má sjá hér að neðan: 
 
Félag    Gull Silfur     Brons      Alls
ÍR 34   40         33      107
FH         28   23         15       66
Breiðabl 15   19          6       40
UFA         13    8          7       28
UMSE  8    4          3       15
HSK/Self  6   11         13        30
 
Í aldurslokkum þá sigraði ÍR í flokki 15 ára pilta, sem og 16-17 ára, FH sigraði í flokki 18-19 ára pilta, Breiðablik í flokki pilta 20-22ja ára.
Í flokki 15 ára, 16-17 ára og 18-19 ára stúlkna sigraði lið ÍR, en í flokki 20-22 ára sigraði lið FH.
 
Nánar má rýna í úrslit á vefnum hér: http://tinyurl.com/jq2pwbo

FRÍ Author