Einar Daði með bætingu í langstökki

Einar Daði stökk 7,28 m í langstökki sem er 3 cm bæting á besta árangri hans í greininni. Hann stökk 7,25 m í Kladno í Tékklandi fyrir tveimur árum. Þessi árangur gefur 881 stig. Einar Daði hefur náð 1704 stigum eftir tvær greinar.  Nú var að ljúka keppni í þriðju grein af tíu, kúluvarpi,  Einar Daði náði sér ekki á strik en hann kastaði 11,42m sem gaf honum 571 stig.  Hann er með 2275 stig eftir þrjár greinar.

FRÍ Author