Einar Daði keppir í Kladno um helgina

Mótið í Tékklandi er þó mun sterkara með 26 keppendur og á Einar Daði 19. besta árangur þeirra, 7590 stig frá þrautinni á Ítalíu. Keppnin fer fram á heimavelli heimsmethafans sjálfs Romans Sebrle, en heimsmet hans er 9026 stig. Sigurvegarinn frá mótinu á Ítalíu Dimitry Karpov sem á best 8725 stig verður einnig meðal keppenda ásamt sex öðrum tugþrautarmönnum sem eiga yfir 8000 stig. Það verður því augljóslega við ramman reip að draga fyrir Einar Daða sem náði 13. sæti í fyrra á þessu sama móti en þá keppti hann í sinni fyrstu tugþraut í karlaflokki. Markmið Einars um helgina er að bæta sinn besta árangur í þrautinni og ná tíunda sæti í keppninni.
 
Árangur Einars Daða frá mótinu á Ítalíu 5.-6. maí sl. þegar hann setti Íslandsmet unglinga 22 ára og yngri var sem hér segir:
 
 
Grein               Árangur           Stig
100m hlaup       11.24 s             808 stig
Langstökk        7,16 m             852 stig
Kúluvarp           13.50 m            698 stig
Hástökk           1,98 m             785 stig
400m                49,55 s             835 stig   Alls: 3978 eftir fyrri dag
 
110m grind       14,83 s             870 stig
Kringlukast       38,09 m            626 stig
Stangarstökk    4,65 m             804 stig
Spjótkast         51,29 m            608 stig
1500m              4:36,34 mín       704 stig             Alls:  7590 stig Íslenskt unglingamet 22 ára og yngri.
 

Allar upplýsingar um mótið má finna ávefsíðu mótins

 

FRÍ Author