Einar Daði Íslandsmeistari í sjöþraut

Krister Blær Jónsson ÍR hlaut samtals 4900 stig í sjöþraut í 18-19 ára flokki pilta og bróðir hans Tristan Freyr Jónsson ÍR sigraði í flokki 17 ára og yngri með 4696 stig samtals.
 
Í flokki 17 ára og yngri stúlkna bar Þórdís Eva Steinsdóttir FH sigur úr bítum eð 2956 stig.
 
Þetta er næstbesta sjöþraut Einars Daða, en hann á best 5567 stig frá 2011 svo hann var ekki langt frá sínum besta árangri. Árangur Einars var sem hér segir í einstökum greinum: 7,27 sek í 60m (789 stig), 7,05 m í langstökki (826), 12,93 m í kúluvarpi (663), 1,98 m í hástökki (785) eða 3063 stig eftir fyrri dag.Hann hljóp 60 m grind á 8,39 sek (886), stökk 4,40 m í stangarstökki (731) og fór 1000 m á 2:45,46 mín (731) eða 2431 stig síðari daginn. Eins og áður sagði 5494 stig samtals.
 
Úrslit mótsins er hægt að sjá í mótaforritinu hér.

FRÍ Author