Einar Daði í 9. sæti í IAAF World Combined Event Challenge í tugþraut

Aðeins 52 stig vantaði upp á að Einar Daði næði lágmarki á Ólympíuleika með þeim árangri. Þriðja mótið var svo Evrópumeistaramótið í frjálsíþróttum sem fram fór í Helsinki í Finnlandi og þar náði Einar Daði óvænt 13. sæti á sínu fyrsta stórmóti í karlaflokki með 7.653 stig, segir ennfremur í fréttatilkynningunni.
 
Sterkustu tugþrautarmótin í heiminum ár hvert eru hluti af stigamótaröð IAAF World Combined Event Challenge og telur samanlagður árangur þriggja bestu tugþrauta hjá hverjum keppanda telur í stigakeppninni.
 
Yfirlit um allan árangur Einars Daða má sjá í Afrekaskrá á heimasíðu FRÍ.

FRÍ Author