Árangur Einars Daða í einstökum greinum er sem hér segir:
100 m hlaup, 810 stig 11.23 sek. og vindur -1.1
Langstökk, 898 stig, 7.35 m vindur 1.6
Kúluvarp 728 stig, 13.99 m
Hástökk 840 stig, 2.04 m
400 m hlaup 854 stig, 49.16 sek.
110 m gr. 912 stig, 14.49 sek. vindur 0.0
Kringlukast 639 stig, 38.74
Stangarstökk 840 stig, 4.77 m
Spjótkast 678 stig, 56.03 m
1500 m 699 stig 4:37.12 mín.
Frá þrautinni á Ítalíu fyrr í vor er hann að bæta sig í flestum greinum talsvert, en engin grein hjá honum að þessu sinni er slæm. Augljóst er hins vegar að hann á möguleika á að bæta sig t.d. í langstökki þar sem hann náði betri árangri, en hársbreidd ólöglegt.
Einar Daði er með þessari þraut í 2. sæti í greininni frá upphafi og með þessum árangri fór hann upp fyrir Þráinn Hafsteinsson þjálfara sinn á afrekaskránni.