Dórótea keppir í 200 m hlaupi og Stefanía í 400 m hlaupi.Keppni hefst á föstudaginn og keppir Stefanía kl. 15:35 að íslenskum tíma þann dag. Dóróthea keppnir á laugardag og hefst 200 m hlaupið kl. 15:45 að íslenskum tíma. Uppgefinn tímaseðill miðast við staðartíma sem er 3 klst. á undan íslenskum tíma.
Alls eru 811 ungmenni á aldrinum 16-17 ára, á þessu ári, skráð til leiks á þessu úrtökumóti í frjálsíþróttum úr Evrópu fyrir fyrstu Ólympíuleika ungmenna sem fram fara í Singapore 14.-26. ágúst í sumar.
Heimasíðu mótsins er hægt að nálgast hér. Þá er hægt að sjá lista með skráningum og árangri keppenda á úrtökumótinu í Moskvu hér.
Með þeim Dórótheu og Stefaníu í för er Þórunn Erlingsdóttir formaður unglinganefndar FRÍ.