Dómaranámskeið 18. og 19. janúar

Fyrri daginn verður farið yfir almenn atriði dómgæslu auk hlaupagreina, en seinni daginn verður fjallað um stökk og köst. Í lok seinni dags verður skriflegt próf, sem tekur u.þ.b. 30 mínútur, og mega próftakar hafa með sér skrifleg gögn. Þeir sem eru með gilt héraðsdómarapróf frá og með 2011 geta endurnýjað réttindi sín með því einu að taka skriflega prófið, sem fyrirhugað er að verði haldið seinni námskeiðsdaginn á milli kl. 21:00 og 21:30. Vinsamlega skráið ykkur sem fyrst til þátttöku í námskeiðinu með tölvupósti á skrifstofu FRÍ (fri@fri.is) í síðasta lagi 16. janúar nk. Kennarar á námskeiðinu verða Þorsteinn Þorsteinsson, formaður dómaranefndar FRÍ og Sigurður Haraldsson, formaður mannvirkjanefndar FRÍ.

FRÍ Author