Dómaranámskeið

Samkvæmt nýlegum úrskurði dómaranefndar gilda héraðsdómararéttindi í fjögur ár eftir próf. Í ljósi þessa er búið að birta nýjan lista yfir dómara með gild réttindi, þann lista er að finna hér: http://fri.is/wp-content/uploads/2019/01/h%C3%A9ra%C3%B0sd%C3%B3marar2015_2021.pdf

Til þess að gefa einstaklingum tækifæri á að endurnýja dómararéttindi fyrir innanhússtímabilið og einnig fyrir nýja dómara hefur Frjálsíþróttasamband Íslands boðað til námskeiðs í dómgæslu í frjálsíþróttum á tveggja kvölda námskeiði miðvikudaginn 23. og fimmtudaginn 24. janúar 2019. Námskeiðið verður haldið í sal E á 3.hæð í húsakynnum ÍSÍ, Engjavegi 6 og hefst báða dagana klukkan 18:30.

Fyrri daginn verður farið yfir almenn atriði varðandi dómgæslu og hlaupagreinar og seinni daginn verður farið yfir vallagreinar ásamt skriflegu prófi. Þeir sem hafa héraðsdómararéttindi eldri en fjögurra ára geta endurnýjað réttindi sín með því að taka skriflega prófið án þess að sitja námskeiðið.

Kennarar á námskeiðinu verða Þorsteinn Þorsteinsson formaður dómaranefndar FRÍ og Sigurður Haraldsson, formaður mannvirkjanefndar FRÍ og alþjóðlegur dómari í frjálsíþróttum.

Skráning og nánari upplýsingar sendast á iris@fri.is