Fyrsta keppnisdegi í frjálsum íþróttum á Smáþjóðaleikunum í San Marino lauk í gærkvöldi.
Íslensku keppendurnir náðu mjög góðum árangri í gær og er Ísland nú í 2. sæti með 15 verðlaunapeninga en Lúxemborg er í 1. sæti með 20 verðlaun og Kýpur í 3. sæti með 13 verðlaun.
Dagurinn hófst með hástökki kvenna þar sem María Rún Gunnlaugsdóttir náði 2. sæti með því að stökkva yfir 1,71 m. Glæsilegt hjá henni. Stuttu síðar fór af stað spjótkast kvenna þar sem engin önnur en Ólympíufarinn Ásdís Hjálmsdóttir var mætt til leiks ásam Maríu Rún. Ásdís tryggði sér sigurinn í öðru kasti þar sem hún kastaði 60,03 m og setti um leið nýtt mótsmet. María Rún endaði í 4. sæti í spjótkastinu með 46,50 m kasti sem er nokkuð nálægt hennar besta árangri.
Í langstökki karla tryggði Ísland sér fyrstu tvö sætin nokkuð örugglega. Þorsteinn Ingvarsson sigraði langstökkið með 7,54 m stökki og Kristinn Torfason var í 2. sæti með 7,42 m stökki.
Í 100m hlaupi karla tryggðu bæði Kolbeinn Höður Gunnarsson og Ari Bragi Kárason sig örugglega inn í úrslitin. Kolbeinn hljóp á 10,62 sek og Ari Bragi á 10,85 sek. Í útslitahlaupinu tryggði Ari Bragi sér bronsið á tímanum 10,81 sek en Kolbeinn Höður þjófstartaði.
800m hlaupi karla var taktískt en þar náði Kristinn Þór Kristinsson í 4. sæti á tímanum 1:52,32 mín og Bjartmar Örnuson var í 9. sæti á tímanum 1:55,64 mín.