Reykjavíkurleikarnir í frjálsum 4. febrúar

Nú styttist heldur betur í Reykjavíkurleikana. Þetta sterka alþjóðlega frjálsíþróttamót verður haldið fjórða febrúar í Laugardalshöll. Best er að fylgjast með á Facebook síðu leikanna, sjá hér.

meira...

Boðið uppá gisting um helgina í tengslum við MÍ 11-14 ára

Boðið verður uppá gistingu í Víðistaðaskóla í Hafnarfirði sem í 1.km fjarlægð frá Kaplakrika. Þeir sem ætla að nýta sér það vinsamlegast sendið tölvupóst sem fyrst á Sigurð Haraldsson formann FH, þar sem þið tilgreinið fjölda þeirra sem gista og hvort að þið komið á föstudeginum eða á laugardeginum. Kostnaður er kr. 1000 nóttin per […]

meira...

Tristan Freyr og María Rún Íslandsmeistarar í fjölþrautum

Um helgina voru krýndir Íslandsmeistarar í fjölþrautum í hörkukeppni í Kaplakrika í Hafnarfirði. Unga fólkið er í mikilli bætingu og eitt aldursflokkamet leit dagsins ljós, hjá Tristan Frey Jónssyni í sjöþraut. Úrslitin gefa góð fyrirheit fyrir keppni á RIG sem fram fer 4. febrúar í Laugardalshöll þar sem okkar fremstu frjálsíþróttamenn munu keppa. Sjá nánara […]

meira...

Íslandmet hjá Ívari Kristni Jasonarsyni

Í gærkveldi bætti ÍR ingurinn Ívar Kristinn Jasonarson Íslandsmet Trausta Stefánssonar frá árinu 2012 um 26/100 s þegar hann kom í mark á tímanum 34,38 s í 300 m hlaupi karla á Hlaupamóti FRÍ sem fram fór í Laugardalshöll. Glæsilegur árangur hjá Ívari og lofar góðu fyrir komandi keppnistímabil.
meira...

21. og 22. janúar MÍ í fjölþrautum og MÍ öldunga

Dagana 21 og 22 janúar verður haldið MÍ í fjölþrautum og MÍ öldunga í Kaplakrika Hafnarfirði. Í fjölþrautum verður keppt í sjöþraut í flokkum karla, pilta 18-19 ára og pilta 16-17 ára. Keppt verður í fimmtarþraut í flokkum kvenna, stúlkna 16-17 ára, stúlkna 15 ára og yngri og pilta 15 ára og yngri.
 
Á öldungamótinu verður keppt í 60 m, 200 m, 800 m, kúluvarpi, langstökki, hástökki, 60 m grind, 400 m, 3000 m, þrístökki, stangarstökki.
 
Opið er fyrir skráningar á bæði mótin í mótaforritinu Þór Skráningu lýkur á miðnætti 18.janúar. 
 
 
 
 
 
meira...

Aðventumót Ármanns

Á laugardaginn fer fram Aðventumót Ármanns. Um er að ræða þrískipt mót, fyrir 1-4 bekk, 5-8 bekk og konur og karla. Alls eru skráðir 315 keppendur á mótið, það má því búast við líflegri Laugardalshöll á morgun. Keppni hefst á yngstu keppendunum kl. 9.00. Við hvetjum sem flesta til að mæta í höllina og fylgjast með flotta frjálsíþróttafólkinu okkar.
meira...

Aðventumót FH – Þrautabraut fyrir 1-4 bekk

Á morgun laugardag verður haldið Aðventumót FH í Kaplakrika. Um er að ræða þrautabraut fyrir 1-4 bekk og hefst keppni klukkan 11. Hvetjum alla frjálsíþróttakappa á þessum aldri til að mæta. 
  
 
 
meira...

Fjölmennt frjálsíþróttamót um helgina í Laugardalshöll

Það verður líf og fjör í Laugardalshöll á laugardaginn þegar Silfurleikar ÍR fara fram. Þegar eru skráðir rúmlega sexhundruð keppendur til leiks og má búast við spennandi keppni. Silfurleikar voru fyrst haldnir árið 1996 og hétu þá Haustleikar ÍR. Nafninu var breytt árið 2006 til að minnast þess að 50 ár voru þá liðin frá því að ÍR-ingurinn Vilhjálmur Einarsson vann silfurverðlaun í þrístökki á Ólympíuleikunum í Melbourne í Ástralíu.
 
 
 
meira...
1 2 3
X
X