Jöfnun á aldursflokkameti hjá Tiönu

Fyrri keppnisdegi er nú lokið á Bauhaus mótinu í Mannheim í dag. Þar ber hæst jöfnun á aldursflokkameti hjá Tiönu í 100 metra hlaupi í 18-19 ára og 20-22 ára flokki stúlkna. Þar hljóp hún á 11,68 sekúndum með mótvind upp á 0,7 m/s og endaði í 4. sæti. Guðbjörg Jóna hafði nýverið sett þetta […]

meira...

MÍ í fjölþrautum um helgina

Tveir dagar. Tíu greinar fyrir karla, sjö greinar fyrir konur. Stífir vöðvar eða sterkir vöðvar. Þol eða þreyta. Einbeiting eða einbeitingarskortur. Hver stendur uppi sem sigurvegari? Um helgina fer fram MÍ í fjölþrautum á Laugardalsvelli. Þar mun okkar helsta fjölþrautarfólk koma saman og berjast um Íslandsmeistaratitilinn. Keppni hefst klukkan 13:00 á morgun og síðasta grein […]

meira...

MÍ 11-14 ára um helgina

Meistaramót Íslands fer fram um helgina á Egilsstöðum og veðurhorfur eru góðar. Endanlegur tímaseðill er kominn inná mótaforritið Þór, vinsamlegast athugið að á sunnudeginum hefst mótið klukkan 09.00. Að auki má benda á að einstaka greinar hafa einnig færst til á milli daga en það hefur með lokaskráninguna að gera.  

meira...

Íslandsmet og HM U20 lágmark hjá Andreu

Sólin skein, fuglarnir sungu og hitastigið rétt um 10 gráður. Svona voru aðstæður í Laugardalnum þegar Andrea Kolbeinsdóttir setti fyrr í kvöld Íslandsmet í 3000 metra hindrunarhlaupi.  Fyrir hlaupið átti Andrea 10:57 en stórbætti sig og hljóp á 10:31,69 mín. Það er einnig undir lágmarkinu fyrir HM U20 sem fer fram í Finnlandi 10. – […]

meira...

Bauhaus Junioren Gala um næstu helgi

Næstu helgi fer fram Bauhaus Junioren Gala í Þýskalandi þar sem við eigum fimm keppendur. Það eru þau Erna Sóley sem keppir í kúluvarpi, Guðbjörg Jóna og Tiana Ósk sem keppa í 100 og 200 metra spretthlaupi, Þórdís Eva sem keppir í 400 metra hlaupi og Mímir í kringlukasti. Hér verður hægt að fylgjast með […]

meira...

Guðni Valur nálgast EM lágmarkið!

Guðni Valur Guðnason ÍR var hársbreidd frá því að ná lágmarki á Evrópumeistaramótið í Berlín þegar kappinn kastaði 63,20m á Coca Cola móti FH í Kaplakrika í gær. Lágmarkið er 63,50m en þess má til gamans geta að þetta er lengsta kast Guðna frá því árið 2015. Tímabilið hefur verið hans besta og mörg mót […]

meira...

FH mótinu frestað til 20.06.!

Í ljósi veðuraðstæðna er FH mótinu sem fram átti að fara í dag frestað til morgundagsins. Mótið fer semsagt fram miðvikudaginn 20 júní og hefst klukkan 18.00 Ein grein mun þó fara fram í dag en það er 400m hlaup kvenna sem verður innanhúss í Kaplakrika og hefst klukkan 19.00.  

meira...

Aníta þriðja í Tübingen

Aníta Hinriksdóttir ÍR keppti í dag í 800m hlaupi á alþjóðlegu móti í Tübingen Þýskalandi. Mótið ber nafnið Soundtrack Meeting og upplifun áhorfenda í miklum hávegum höfð. Aníta náði góðu þriðja sæti á besta tíma sínum í ár og kom í mark á 2:01,05 mín. Sigurvegari varð Christina Hering frá Þýskalandi á 2:00,48 mín og […]

meira...

Ásdís með flotta opnun í kringlukasti og kúluvarpi

Ásdís Hjálmsdóttir Ármanni keppti í dag í kringlukasti og kúluvarpi í Bottnaryd sem er í Jönköbing Svíþjóð. Hún bætti sinn persónulega árangur í kringlukasti með kasti uppá 52,19m  og kastaði svo kúlunni15,14m. Ljóst að Ásdís kemur sterk tilbaka eftir smávægileg meiðsli og næst á dagskrá er sumaropnun í aðalgrein hennar, spjótkasti.    

meira...

Andrea og Þórólfur Íslandsmeistarar í 5000m og 10 000m

Samhliða Vormóti Fjölnis í gærkvöldi fór Meistaramót Íslands í 5000m hlaupi kvenna og 10 000m hlaupi karla á braut fram í þokkalegum aðstæðum í Laugardalnum.   Íslandsmeistarar 2018 eru þau Andrea Kolbeinsdóttir ÍR sem kom í mark á 17:13,01 mín í 5000m hlaupinu og Þórólfur Ingi Þórsson ÍR sem kom í mark á 33:22,69 mín […]

meira...
1 2 3 4 5 229
X
X