Baldvin á besta tíma frá upphafi

Þann 6. febrúar hljóp Baldvin Þór Magnússon á besta tíma frá upphafi í 3000 metra hlaupi innanhúss en hlaupið fór fram á 300 metra braut. Baldvin kom í mark á 7:53,92 mín og er það rúmum 5 sekúndum hraðari tími en tveggja ára Íslandsmet Hlyns Andréssonar. Sá tími var 7:59,11 mín og hljóp Hlynur þá […]

meira...

Þrjár yfir sex metra í langstökki

Í dag fór fram frjálsíþróttakeppni Reykjavík International Games. Mótið var fremur óhefðbundið vegna takmarkana en keppendur og skipuleggjendur mótsins létu það ekki stöðva sig. Stigahæsta afrek mótsins í karlaflokki var kast Guðna Vals Guðnasonar en hann hlaut 1050 stig fyrir sitt lengsta kast og í kvennaflokki var það 200m hlaup Guðbjargar Jónu Bjarnadóttur en hún […]

meira...

Reykjavíkurleikar 2021

Reykjavík International Games í frjálsum íþróttum hefst sunnudaginn 7. febrúar og fer mótið fram í Laugardalshöll eins og undanfarin ár. Leikarnir eru alþjóðlegt boðsmót en vegna heimsfaraldurs var ákveðið að taka ekki á móti erlendum keppendum. Mótinu er skipt i þrjá mótshluta og fimm sóttvarnarhólf til þess að tryggja þær sóttvarnarreglur sem voru settar um […]

meira...

Þjóðarleikvangur í augsýn

Starfshópur til að gera tillögur um fyrirkomulag þjóðarleikvangs fyrir frjálsíþróttir hefur verið skipaður af Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra. Þetta kemur fram í frétt á heimsíðu Stjórnarráðs Íslands Starfshópnum er til dæmis ætlað að greina mögulega nýtingu eldri mannvirkja og afla upplýsinga um þarfir fyrir mannvirki til lengri tíma. Lilja Alfreðsdóttir segir að það gleðji hana […]

meira...

Vetrarkastmóti frestað

Evrópska vetrarkastmótið sem átti að fara fram 13.-14. mars í Leiria, Portúgal, hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Þessi ákvörðun var tekin af skipulagsnefnd leikana en heilbrigðisráðuneyti Portúgals mældi með því að fresta vegna ástandsins í landinu vegna farsóttar. Evrópska frjálsíþróttasambandið mun fylgjast vel með gangi mála og meta síðar hvaða dagsetning kemur til greina […]

meira...

Meistaramót Íslands öldunga frestað

Meistaramóti Íslands öldunga hefur verið frestað um óákveðin tíma. Meistaramót Íslands í fjölþrautum fer þó fram helgina 20. – 21. febrúar í Laugardalshöll og fer skráning fram í gegnum mótaforritið Þór. Skráningarfrestur er til hádegis þriðjudagsins 16. febrúar. Drög að tímaseðli má finna hér. Boðsbréf mótsins má nálgast hér. ATH. MÍ öldunga er frestað um óákveðinn tíma.

meira...

Nýr starfsmaður miðlunar

Frjálsíþróttasamband Íslands hefur ráðið Mörtu Maríu B. Siljudóttir í starf verkefnastjóra miðlunar. Marta er virk í frjálsum og æfir spjótkast hjá ÍR og hefur einnig þjálfað í ein sjö ár við góðan orðstír. Marta sem er frá Þorlákshöfn ólst upp í Danmörku og stundar nú nám í íþróttafræði við Háskóla Íslands. Ljósmyndun er hennar stóra áhugamál […]

meira...

Íþróttir eru fyrir alla – RIG ráðstefna

Þann 4. febrúar verður haldin ráðstefna í Háskóla Reykjavíkur þar sem verður meðal annars rætt hvernig ungu hinsegin fólki líður í íþróttum og hvort að íþróttir séu fyrir alla. Ráðstefnan er milli 13:00-16:00 og er ráðstefnan hluti af Reykjarvíkurleikunum (RIG). Vegna samkomutakmarkana verður ekki hægt að mæta í sal en ráðstefnunni verður streymt á Youtube […]

meira...

Reykjavíkurleikarnir 2021

Frjálsíþróttahluti Reykjavíkurleikanna 2021 fer fram sunnudaginn 7.febrúar í frjálsíþróttahöll Laugardalshallar. Mótið verður með öðru sniði í ár vegna núgildandi fjöldatakmarkana en keppt verður í færri greinum með takmörkuðum fjölda keppenda og enga erlenda keppendur. Til að hægt sé að fylgja núgildandi fjöldatakmörkunum verður mótinu skipt upp í þrjá mótshluta og frjálsíþróttahöllinni skipt upp í sóttvarnarhólf. […]

meira...

Stórmótahópur FRÍ 2021

Stórmótahópur FRÍ 2021 hefur verið birtur og hann er að finna hér. Unglinganefnd ákvað að hafa sama hóp og á síðasta tímabili vegna COVID-19, en þeir sem ná lágmörkum á stórmót koma inn í hópinn jafn óðum. Lágmörkin inn á stórmótin, sem og önnur mót fyrir unglinga og ungmenni, er að finna hér. Nánari upplýsingar um viðmið […]

meira...
1 2 3 4 5 272
X
X