MÍ 15-22 ára um helgina

Meistaramót Íslands 15-22 ára fer fram um helgina, 18.-19. júlí í Kaplakrika. Mótið hefst klukkan 9:00 og stendur yfir til 17:15 á laugardeginum og frá 10:00 til 15:45 á sunnudeginum. 205 keppendur frá nítján félögum víðs vegar um landið eru skráðir til keppni ásamt gestakeppendum frá Færeyjum. Sigurliðið í fyrra í samanlagðri stigakeppni allra flokka […]

meira...

Samskiptaráðgjafi

Samskiptaráðgjafi íþrótta- og æskulýðsstarfs tók til starfa á vormánuðum eftir að mennta- og menningarmálaráðuneytið setti lög um starfið síðastliðið haust. Samskiptaráðgjafi hefur það markmið að auka öryggi í íþrótta- og æskulýðsstarfi barna, ungmenna og fullorðinna. Markmiðið er að allir geti tekið virkan þátt á sínum vettvangi og jafnframt leitað sér aðstoðar eða leitað réttar síns […]

meira...

Á nýju Íslandsmeti í annað sinn í vikunni

Sleggjukastarinn Vigdís Jónsdóttir úr FH bætti eigið Íslandsmet í sleggjukasti á 10. Origo móti FH sem fram fór í Kaplakrika í dag. Vigdís kastaði 62,70 metra og bætti metið um einn sentimetra. Vigdís eru í frábæru formi þessa dagana en gamla metið setti hún sjálf á fimmtudaginn og er þetta því í annað sinn á […]

meira...

Hlynur að bæta 37 ára gamalt Íslandsmet

Hlynur Andrésson bætti í gærkvöldi 37 ára gamalt Íslandsmet í 3000 metra hlaupi á móti í Hollandi. Hlynur kom í mark á 8:04,54 mínútum og var að bæta Íslandsmetið um rúma sekúndu. Fyrra metið var 8:05,63 mínútur og setti Jón Diðriksson það árið 1983. Fyrsta júlí var reglum aflétt í Hollandi sem bannaði mótahald. Þetta […]

meira...

Íslandsmet hjá Vigdísi í þriðja sinn í sumar

Sleggjukastarinn Vigdís Jónsdóttir úr FH bætti eigið Íslandsmet í sleggjukasti á 9. Origo móti sem fram fór í Kaplakrika í dag. Vigdís kastaði 62,69 metra og bætti eigið Íslandsmet um 11 sentimetra. Fyrra metið var um tveggja vikna gamalt en Vigdís átti það sjálf og var hún að bæta Íslandsmetið í þriðja sinn í sumar […]

meira...

Efnilegir krakkar í fjálsíþróttasumarbúðum á selfossi

Frjálsíþróttasumarbúðir FRÍ voru haldnar á Selfossi dagana 21. – 25. júní. Rúmlega 50 börn á aldrinum 11 – 14 ára komu í skólann. Sumarbúðirnar heppnuðust mjög vel og fóru krakkarnir ánægðir heim. Börnin komu víða að í ár eða af öllu Suðurlandi, Hafnafirði, Reykjavík, Kópavogi, Mosfellsbæ, Patreksfirði, Borgarnesi, Garðabæ Búðardal og Blönduósi.   Markmið sumarbúðanna er […]

meira...

Ásdís keppti í Svíþjóð

Ásdís Hjálmsdóttir Annerud keppti í dag á Folksam Grand Prix Karlstad út í Svíþjóð þar sem hún kastaði spjótinu 59,44 metra. Ásdís hefur tekið stutta mótatörn síðustu vikurnar og kastað mjög vel. Hún hefur verið stöðugt að kasta yfir 60 metra og átt nokkur köst sem hafa verið með hennar lengstu köstum. Ásdís segir að […]

meira...

HSK/Selfoss stigameistari á MÍ 11-14 ára

Meistaramót Íslands 11-14 ára fór fram á Sauðárkróksvelli um helgina. Um það bil 230 krakkar frá sautján félögum kepptu á mótinu. Þrjú mótsmet féllu og mikið var um bætingar hjá þessu unga og efnilega íþróttafólki. HSK/Selfoss sendi sterkt og fjölmennt lið á mótið og sigraði í heildarstigakeppninni með 943 stig. FH varð í öðru sæti […]

meira...

HSK/Selfoss leiðir stigakeppnina

Fyrri dagur á Meistaramóti Íslands 11-14 ára fór fram í gær á Sauðárkróksvelli. Eftir þennan fyrri dag þá leiðir lið HSK/Selfoss sameiginlegu stigakeppnina með 492,5 stig. Í öðru sæti er FH með 387 stig og í þriðja sæti er UFA með 157 stig. Í fjölda gullverðlauna þá eru þessi þrjú félög öll með sex gull […]

meira...

Ásdís önnur í Svíþjóð

Ásdís Hjálmsdóttir Annerud keppti í dag í spjótkasti á Leicht­athletik-mót­inu í Luzern í Sviss. Ásdís átti fjögur köst yfir 60 metra en lengsta kast hennar var 61,32 metrar. Ásdís hafnaði í öðru sæti á mótinu en ríkjandi Evrópumeistarinn í greininni, Christ­in Hus­song, sigraði og kastaði tæpum þremur metrum lengra en Ásdís.

meira...
1 2 3 4 5 264
X
X