Ný árangursviðmið fyrir Úrvalshóp FRÍ birt í dag

Í dag voru birt ný árangursviðmið til þess að komast í Úrvalshóp FRÍ 15-19 ára. Búið er að bæta við 60 m og 60 m grindahlaupi innanhúss. Sjá má listann í heild sinni hér. Úrvalshópur FRÍ 15-19 ára verður birtur fljótlega.

meira...

Íslenska frjálsíþróttaárið 2017

Íslenska frjálsíþróttaárið 2017 hefur verið einstakt. Aldrei hafa fleiri frjálsíþróttamenn keppt fyrir Íslands hönd á stórmótum og staðið sig jafn vel. 6 íslenskir íþróttamenn eru nú á topp 100 manna lista IAAF, 9 íþróttamenn á topp 75 manna lista EAA og 5 á topp 10 manna lista EAA U23 ára. Ísland átti 9 keppendur á […]

meira...

Vetter og Stefanidi valin frjálsíþróttafólk Evrópu 2017

Golden Tracks verðlaunaafhengdingin fór fram í Vilníus í Litháen á laugardaginn. Johannes Vetter frá Þýskalandi og Aikaterini Stefanidi frá Grikklandi voru útnefnd frjálsíþróttafólk Evrópu 2017. Spjótkastarinn Johannes Vetter er aðeins 24 ára en hefur háð frábærum árangri á sínum ferli. Hann náði næstbesta árangri sögunnar er hann kastaði spjótinu 94,44 m á Spitzenleichtathletik mótinu í Lucerne […]

meira...

Jónas Egilsson hlaut viðurkenningu frá IAAF

Jónas Egilsson fyrrverandi formaður og framkvæmdastjóri Frjálsíþróttasambands Íslands hlaut í sumar viðurkenningu frá Alþjóða frjálsíþróttasambandinu (IAAF) sem kallast IAAF Veteran’s Pin Award. Jónas hefur gegnt ýmsum störfum fyrir frjálsar íþróttir í gegnum tíðina. Hann var framkvæmdastjóri Frjálsíþróttasambands Íslands, 2010-2015. Formaður Frjálsíþróttasambands Íslands, 1997-2006 og 2012-2014, þá var hann varaformaður sambandsins, 1996-1997, og í stjórn, 2014-2016. […]

meira...

Frjálsíþróttasamband Íslands hlýtur styrk úr Afrekssjóði ÍSÍ

Frjálsíþróttasamband Íslands (FRÍ) hefur hlotið viðbótarstyrkveitingu úr Afrekssjóði ÍSÍ vegna landsliðsverkefna ársins 2017.  Um er að ræða styrk að upphæð 11 m.kr. sem bætist við fyrri úthlutun til sambandsins, en sambandið hlaut styrk að upphæð 12 m.kr. í fyrri úthlutun ársins úr Afrekssjóði ÍSÍ. Þessi viðbótarstyrkur til FRÍ skiptir mjög miklu máli fyrir afreksstarf sambandsins, […]

meira...

Bronsleikar ÍR

Bronsleikar ÍR eru haldnir að hausti ár hvert. Leikarnir eru til heiðurs Völu Flosadóttur sem vann til bronsverðlauna í stangarstökki á Ólympíuleikunum í Syndey árið 2000. Á Bronsleikum er keppt í Fjölþraut barna sem samanstendur af þrautum sem reyna á styrk, snerpu, úthald og samhæfingu. Þrautirnar eru þróaðar sérstaklega fyrir þann aldur sem þær eru […]

meira...

Glæsilegur árangur á Coca cola móti FH í gær

Mímir Sigurðsson FH setti glæsilegt piltamet í flokki 18-19 ára í kringlukasti á Coca Cola móti FH í gær. Mímir kastaði 54,43 m og bætti hann piltamet Guðna Vals Guðnasonar um tæpan 1 og hálfan metra. Mímir er á yngra ári í þessum flokki og má búast við enn betri árangri hjá honum á næsta […]

meira...

Advania er nýr aðalstyrktaraðili Frjálsíþróttasambands Íslands

Advania er einn af aðalstyrktaraðilum Frjálsíþróttasambands Íslands (FRÍ), samkvæmt samningi sem undirritaður var í lok ágúst. Fyrirtækið mun bæði styðja sambandið með beinu fjárframlagi og tölvubúnaði sem nýtist í starfi sambandsins næstu árin. Guðmundur Karlsson, framkvæmdastjóri FRÍ, segir samninginn mjög mikilvægan fyrir Frjálsíþróttasambandið. „Okkur finnst táknrænt að fá eitt öflugasta fyrirtæki landsins í okkar stuðningssveit. Líkt […]

meira...

Glæsilegur árangur á MÍ í fjölþrautum um helgina

Meistaramót Íslands í fjölþrautum fór fram á Kópavogsvelli um helgina. Góður árangur náðist á mótinu og var mikið um persónulegar bætingar. Veðrið setti strik í reikninginn á laugardeginum en þá rigndi mikið á köflum, sérstaklega fyrri part dags. Á laugardeginum fór fram fimmtarþraut pilta og stúlkna 15 ára og yngri. Í piltaflokki sigraði Dagur Fannar […]

meira...

Þorbergur Ingi í 6. sæti í sterku utanvegahlaupi

Ofurhlauparinn Þorbergur Ingi Jónsson hafnaði í 6. sæti í CCC utanvegahlaupinu í gær. Hlaupið er 101 km langt og með um 6100 m hækkun. Hlaupið, sem fram fer í Mt. Blanc í Frakklandi, er hluti af fjórum fjallamaraþonum sem fara fram á þessu svæði og er þau ein sterkustu utanvegahlaup ársins. Þorbergur kláraði hlaupið á […]

meira...
1 2 3 4 5 215
X