Guðni Valur annar í kringlukasti U23 á Vetrarkastmóti Evrópu

Guðni Valur Guðnason, tryggði sér silfurverðlaun í kringlukasti U23 á Vetrarkastmóti Evrópu með kasti upp á 59,33m, aðeins 59cm frá sigurkasti Rúmenans Alin Alexandru Firfirica. Frábær opnun á tímabilinu hjá Guðna Val! Heildar úrslit keppninnar má sjá hér að neðan: Nafn – Land 1 2 3 4 5 6 Úrsl. 1 Alin Alexandru Firfirica- ROM […]

meira...

Bikarkeppni FRÍ innanhúss og Bikarkeppni FRÍ 15 ára og yngri um helgina

Það verður fjörug helgi í Reykjavík í frjálsum íþróttum þar sem tvö mót fara fram í Laugardalshöll. Annars vegar er það Bikarkeppni FRÍ á morgun laugardag og hins vegar Bikarkeppni 15 ára og yngri á sunnudaginn. Á morgun eru 7 lið skráð til leiks en það er tvö lið frá ÍR, eitt frá FH, HSK/Selfossi, […]

meira...

Ásdís, Guðni Valur og Vigdís á Vetrarkastmóti Evrópu

Ásdís Hjálmsdóttir Ármanni, Guðni Valur Guðnason ÍR og Vigdís Jónsdóttir FH verða fulltrúar Íslands á 17. Vetrarkastmóti Evrópu, sem fram fer á Las Palmas á Kanaríeyjum um helgina. Ásdís keppir í spjótkasti kvenna, Guðni Valur Guðnason í kringlukasti 23 ára og yngri og Vigdís Jónsdóttir í sleggjukasti 23 ára og yngri. Ásdís og Vigdís eiga […]

meira...

Tveir frjálsíþróttamenn á pall í Skotlandi

Fjórir Íslendingar luku um helgina keppni á skoska innanhússmeistaramótinu í fjölþrautum. María Rún Gunnlaugsdóttir FH, eina konan í hópnum bætti sinn fyrri árangur í fimmtarþraut og náði með því þriðja sæti í keppni kvenna. Ingi Rúnar Kristinsson Breiðabliki var nokkuð frá sínu besta en árangur hans dugði samt til að ná þriðja sæti í sjöþraut […]

meira...

Aníta Hinriksdóttir vann bronsverðlaun á EM í Belgrad

Aníta Hinriksdóttir hlaupari úr ÍR hljóp frábærlega og náði bronsverðlaunum á EM í Belgrad í dag. Aníta hljóp á tím­an­um 2:01,25 í úr­slita­hlaup­inu. Sviss­lend­ing­ur­inn Selena Büchel varði titil sinn í grein­inni, en hún hljóp á tím­an­um 2:00,38 og Shelayna Osk­an-Cl­ar­ke frá Bretlandi varð síðan í öðru sæti á tím­an­um 2:00,39. Þetta er í fyrsta skipti í 16 ár sem […]

meira...

Aníta Hinriksdóttir með besta tímann í undanrásum

Aníta Hinriksdóttir lauk nú rétt í þessu undanrásum í 800m hlaupi á EM innanhúss. Hún var fyrst í sínum riðli og jafnframt með besta tímann úr riðlunum fjórum. Aníta hljóp þriðja fremst mestan hluta hlaupsins og var komin í fjórða sætið þegar nálgaðist 600m en þegar 200m voru eftir fór hún kröftuglega fram úr mótherjum […]

meira...

Evrópumeistaramótið Innanhúss í Belgrad

Eins og fram hefur komið á Ísland tvo keppendur á Evrópumeistaramótinu innanhúss sem fram fer í Belgrad 3. – 5. mars. Þetta eru Aníta Hinriksdóttir ÍR sem keppir í 800m, en hún æfir nú í Hollandi, og Hlynur Andrésson ÍR sem keppir í 3000m hlaupi, en hann stundar nám og æfingar í Bandaríkjunum. Fleiri Íslendingar […]

meira...

Aníta og Hlynur á EM í Belgrad

EM í frjálsíþróttum innanhúss fer að þessu sinni fram í Belgrad í Serbíu dagana 3.-5. mars 2017. Keppendur Íslands verða tveir, þau Aníta Hinriksdóttir ÍR sem keppir í 800m hlaupi og Hlynur Andrésson ÍR sem keppir í 3000m hlaupi. Aníta hleypur að morgni föstudagsins 3. mars og keppni í 3000m hlaupi fer fram um kvöldið, […]

meira...

Fimm íslendingar taka þátt í skoska innanhússmeistaramótinu í fjölþrautum um helgina

Um helgina taka fimm íslendingar þátt í skoska innanhússmeistaramótinu í fjölþrautum. Mótið fer fram í Glasgow á Emirates Arena. María Rún Gunnlaugsdóttir FH er eini kvenmaðurinn í hópnum. Hún keppir í fimmtarþraut, en hún varð Íslandsmeistari í fimmtarþraut í janúar síðastliðnum. Fjórir karlmenn keppa í sjöþraut. Þeir eru Tristan Freyr Jónsson ÍR, Ingi Rúnar Kristinsson […]

meira...

Góður árangur á MÍ 15-22ja ára í Laugardalshöll

Liðna helgi fór fram MÍ í frjálsum 15-22ja ára í Laugardalshöll. Á ýmsu gekk um helgina í veðrinu og það hafði sína áhrif. Seinka varð keppni á seinni degi um tvær klukkustundir. Engu að síður gekk mótið allt ljómandi vel og það sem miklu máli skiptir þá var árangur keppenda góður og mörg met sett. Fyrst er að […]

meira...
1 2 3 4 5 198
X