61. Frjálsíþróttaþingi slitið í Kópavogi

61. Frjálsíþróttaþingi var slitið í dag í Kópavogi. Bæjarfulltrúarnir Pétur Hrafn Sigurðsson og Theodóra S. Þorsteinsdóttir voru þingforsetar og stýrðu þinginu af mikilli röggsemi. Ekki veitti af því alls voru afgreiddar 54 þingtillögur. Hjálpaði mjög til að þingið var rafrænt, í fyrsta sinn, sem jók á skilvirkni þess. Góðir gestir heiðruðu þingið með nærveru sinni. […]

meira...

Úrvalshópur FRÍ 15-19 ára hefur verið uppfærður

Eins og venjan er að loknu keppnistímabilinu innanhúss þá hefur Úrvalshópur FRÍ 15-19 ára verið uppfærður. Hægt er að sjá hverjir eru í hópnum með því að smella hér. Haldnar verða æfingabúðir fyrir hópinn í Kaplakrika laugardaginn 14.apríl en skráning í æfingabúðirnar mun opna eftir helgi.

meira...

HM í hálfu maraþoni á morgun – Upplýsingar

Heimsmeistaramótið í hálfu maraþoni fer fram á morgun. Kvennahlaupið hefst kl. 16:05 og karlahlaupið kl. 16:30. Hér munu úrslit mótsins birtast. Hægt verður að horfa á hlaupið live gegnum Youtube síðu IAAF eða gegnum Facebook síðuna. Hér er hægt að fletta upp skráða hlaupara. Nánari upplýsingar: Television As part of the IAAF’s broadcasting partnerships and […]

meira...

HM í hálfu maraþoni fer fram á laugardaginn

Þrír íslenskir hlauparar munu keppa fyrir Íslands hönd á Heimsmeistaramótinu í hálfu maraþoni sem fer fram í Valencia á Spáni á laugardaginn. Þetta eru þau Arnar Pétursson ÍR, Elín Edda Sigurðardóttir ÍR og Andrea Kolbeinsdóttir ÍR. Arnar Pétursson er að taka þátt í mótinu í þriðja sinn en hann hljóp á sínum besta tíma á […]

meira...

61. Frjálsíþróttaþingið verður sett á morgun

61. Frjálsíþróttaþing fer fram í Smáranum í Kópavogi dagana 23. og 24. mars. Þingsetningin fer fram á föstudaginn kl. 17:00. Við þingsetningu verða nokkrir félagar FRÍ heiðraðir sérstaklega. Í framhaldi af þingsetningu verður skýrsla stjórnar flutt og reikningar lagðir fram. Eftir matarhlé munu nefndir taka til starfa við að vinna úr þeim fjölmörgu tillögum sem […]

meira...

Glæsilegur árangur á Góumóti FH

Góumót FH fór fram í Kaplakrika á sunnudaginn. Á mótinu var aðallega keppt í aldurflokkunum 10 ára og yngri og upp í 16-17 ára og var mikið um persónulegar bætingar hjá keppendum. Nokkrum aukagreinum var bætt við mótið í eldri flokkum eða 300 m og 5000 m hlaupum karla og kvenna og einnig kringlukasti kvenna […]

meira...

Vel mætt á spretthlaupsnámskeið Ara Braga

Vel var mætt á námskeið sem spretthlauparinn Ari Bragi Kárason hélt í Hafnarfirði gær. Þar fór Ari Bragi yfir það helsta sem hann lærði á dvöl sinni í Arizona í Bandaríkjunum þar sem hann æfði í ALTIS félaginu með mörgum af fremstu spretthlaupurum heims í 6 vikur. Þjálfarar og iðkendur úr hinum ýmsu félögum soguðu […]

meira...

Nýr verkefnastjóri ráðinn á skrifstofu FRÍ

Frjálsíþróttasamband Íslands hefur ráðið Magneu Dröfn Hlynsdóttur íþróttafræðing í starf verkefnastjóra á skrifstofu FRÍ. Magnea Dröfn var ráðin úr stórum og sérstaklega glæsilegum hópi umsækjenda. Er þeim hér með öllum þakkaður sýndur áhugi. FRÍ er sérstaklega ánægt að fá Magneu Dröfn til liðs við sig á þessum uppgangstímum í starfi hreyfingarinnar. Þrátt fyrir ungan aldur […]

meira...

Sindri Hrafn Guðmundsson nær EM lágmark í spjótkasti

Spjótkastarinn knái úr Breiðabliki, Sindri Hrafn Guðmundsson, stórbætti í gær sinn besta árangur í spjótkasti þegar hann kastaði 80,49m á fyrsta háskólamóti sumarsins hjá Utah State University. Sindri Hrafn bætti ekki aðeins sinn besta árangur, sem var 77,28m, heldur bætti um leið met skólans. Í þriðja lagi náði Sindri Hrafn um leið lágmarki til keppni […]

meira...
1 2 3 4 5 223
X
X