Sveinasveit FH bætti þrjú aldursflokkamet á Jólamóti FH í gær. Fyrst hlupu þeir 4×200 m boðhlaup á tímanum 1:36,83 mín og bættu met sem sveit ÍR átti um 11/100 úr sek. Þá hlupu þeir 4×400 m boðhlaup á tímanum 3:40,65 mín og bættu sveinamet sem sveit ÍR átti um tæpar 4 sek. og einnig drengjametið (17-18 ára) sem sveit Breiðabliks átti um tæpar tvær sek.
meira...