Sjö sterkir Norðmenn koma á Reykjavík International

Gengið hefur verið frá samningi við Spron um að verða aðalstyrktaraðili Reykjavík International 20. janúar nk. Spron mun m.a. kosta boð erlendra keppanda á mótið og þá ætlar Spron að bjóða allt að 300 áhorfendum frítt á mótið (verður kynnt nánar síðar).
 
meira...

Góð þátttaka í Gamlárshlaupi ÍR

Gamlárshlaup ÍR fór fram í 32. sinn á Gamlársdag og eins og flestir vita var hvorki veðurspáin né veðrið sjálft upp á það besta en úr rættist og alls mættu 403 hlauparar og um 25 starfmenn galvaskir við Ráðhúsið. Veðrið hélst skaplegt fram yfir hlaupið og var almenn ánægja með hlaupið og voru margir sem klæddu sig upp í annað en aðeins hlaupaföt og mátti sjá pils- og jakkafataklædda hlaupara með neonlit hár og dreifandi Machintosh til starfsmanna og áhorfenda. Sigurvegari í karlaflokki var Kári Steinn Karlsson Breiðablik á 32.16 mín, Þorbergur Ingi Jónsson Breiðablik varð í 2. sæti á 34.08 mín og Sigurður Hansen Laugarskokk í 3. sæti á tímanum 37.13 mín.
meira...

Stórmót ÍR og Reykjavík International um aðra helgi

Um aðra helgi hefst innanhússtímabil frjálsíþróttafólks af fullum krafti, en þá fara fram tvö stórmót í Laugardalshöllinni. Stórmót ÍR, sem verið hefur eitt af fjölmennustu mótum ársins undanfarin ár fer fram á laugardegi og fyrri hluta sunnudags og verður keppt í öllum aldursflokkum í fjölmörgum keppnisgreinum á mótinu.
meira...

Þrú met á 3. Jólamóti ÍR

Þrjú aldursflokkamet voru sett á 3. Jólamóti ÍR, sem fram fór fram í sl. viku.
Stefán Árni Hafsteinsson ÍR varð fyrsti Íslendingurinn í flokki 15-16 ára sveina til að stökkva yfir fjóra metra í stangarstökki þegar hann sveif yfir 4.01m og setti glæsilegt sveinamet. Fyrra metið setti hann fyrir nokkrum dögum og stökk þá 3.85m.
 
meira...

London 2012

Stjórn FRÍ hefur að tillögu íþrótta- og afreksnefndar (ÍÞA) samþykkt að ýta úr vör undirbúningi fyrir Ólympíuleikana í London árið 2012.
 
meira...
1 267 268 269 270 271
X
X