Helga Margrét bætti Íslandsmetið í fimmtarþraut um 175 stig

Helga Margrét Þorsteinsdóttir Ármanni bætti Íslandsmet Kristínar Birnu Ólafsdóttur ÍR í fimmtarþraut kvenna í dag um 175 stig á Meistaramóti Íslands í Laugardalshöll. Árangur Helgu var jafn og góður í þrautinni og bætti hún m.a sinn besta árangur í hástökki, stökk 1,67 metra.
meira...

Þorsteinn hefur forystu eftir fyrri dag í sjöþrautinni

Þorsteinn Ingvarsson HSÞ hefur forystu eftir fyrri dag á MÍ í sjöþraut karla. Þorsteinn hefur samtals 3000 stig eftir fyrstu fjórar greinarar í þrautinni. Einar Daði Lárusson ÍR er í öðru sæti með 2827 stig og Ólafur Guðmundsson HSÞ er í þriðja sæti með 2712 stig. Þorsteinn hefur hlotið 26 stigum meira eftir fyrri dag núna, en þegar hann setti unglingamet sitt fyrir ári síðan, en það er 5295 stig, en Þorsteinn verður tvítugur á þessu ári.
meira...

Góð þátttaka í MÍ í fjölþrautum og sjö lið í Bikarkeppni FRÍ

Alls eru 49 keppendur frá 11 félögum og samböndum skráðir á Meistaramótið í fjölþrautum sem fram fer í Laugardalshöllinni um helgina í umsjón frjálsíþróttadeildar Ármanns.Í sjöþraut karla eru 13 keppendur og 9 í sjöþraut sveina sem fram fer á laugardag og sunnudag, keppni hefst kl. 13:00 báða daga.
meira...

Viðurkenningar til íþróttafólks vegna árangurs á árinu 2007

Að loknum fyrri degi á Meistaramóti Íslands á morgun, ætla stjórn og íþrótta- og afreksnefnd FRÍ að veita viðurkenningar til frjálsíþróttafólks vegna árangurs á árinu 2007.
Viðurkenningarnar verða afhentar í aðalsalnum strax að loknu móti og er íþróttafólk og aðrir hvattir til að heiðra þá sem viðurkenningar hljóta með því að vera viðstaddir.
meira...
1 266 267 268 269 270 272
X
X