Stórmót ÍR og Reykjavík International um aðra helgi

Um aðra helgi hefst innanhússtímabil frjálsíþróttafólks af fullum krafti, en þá fara fram tvö stórmót í Laugardalshöllinni. Stórmót ÍR, sem verið hefur eitt af fjölmennustu mótum ársins undanfarin ár fer fram á laugardegi og fyrri hluta sunnudags og verður keppt í öllum aldursflokkum í fjölmörgum keppnisgreinum á mótinu.
meira...

Þrú met á 3. Jólamóti ÍR

Þrjú aldursflokkamet voru sett á 3. Jólamóti ÍR, sem fram fór fram í sl. viku.
Stefán Árni Hafsteinsson ÍR varð fyrsti Íslendingurinn í flokki 15-16 ára sveina til að stökkva yfir fjóra metra í stangarstökki þegar hann sveif yfir 4.01m og setti glæsilegt sveinamet. Fyrra metið setti hann fyrir nokkrum dögum og stökk þá 3.85m.
 
meira...

London 2012

Stjórn FRÍ hefur að tillögu íþrótta- og afreksnefndar (ÍÞA) samþykkt að ýta úr vör undirbúningi fyrir Ólympíuleikana í London árið 2012.
 
meira...

Sveinasveit FH bætti metin í 4x200m og 4x400m

Sveinasveit FH bætti þrjú aldursflokkamet á Jólamóti FH í gær. Fyrst hlupu þeir 4×200 m boðhlaup á tímanum 1:36,83 mín og bættu met sem sveit ÍR átti um 11/100 úr sek. Þá hlupu þeir 4×400 m boðhlaup á tímanum 3:40,65 mín og bættu sveinamet sem sveit ÍR átti um tæpar 4 sek. og einnig drengjametið (17-18 ára) sem sveit Breiðabliks átti um tæpar tvær sek.
meira...
1 258 259 260 261 262
X
X