FH með góða forystu eftir fyrri dag í Bikarkeppni FRÍ

Lið FH hefur 14,5 stig forskot á lið ÍR eftir fyrri dag í 43. Bikarkeppni FRÍ á Kópavogsvelli.
FH hefur hlotið 91,5 stig, ÍR er í öðru sæti með 77 stig og lið Ármanns/Fjölnis er í þriðja sæti
með 71 stig. Heimaliðið Breiðablik er í fjórða sæti með 70,5 stig, HSÞ í fimmta með 54 stig
í neðsta sæti er UMSS með 30 stig.
meira...

Helga Margrét, Íris og Sveinn Elías á heimsmeistaramót unglinga

Þrír keppendur hafa verið valdir til að keppa á heimsmeistaramóti unglinga 19 ára og yngri, sem fram fer í Bydgoszcz í Pólandi og hefst nk. þriðjudag. Eftirfarandi íþróttafólk var valið:
* Helga Margrét Þorsteinsdóttir, Ármanni, sem keppir í sjöþraut.
* Íris Anna Skúladóttir, Fjölni, sem keppir í 3000m hindrunarhlaupi.
* Sveinn Elías Elíasson, Fjölni, sem keppir í tugþraut.
 
Öll þrjú náðu tilskyldum lágmörkum fyrir mótið. Íris Anna keppir strax á fyrsta keppnisdegi mótins nk. þriðjudag. Á miðvikudaginn hefur Sveinn Elías keppni í tugþraut og á föstudaginn er fyrri keppnisdagur í sjöþraut kvenna.
 
Þau Íris, Helga og Sveinn hafa öll verið að standa sig vel að undanförnu, en þau Helga Margrét og Sveinn urðu m.a. Norðurlandameistarar í sjöþraut/tugþraut á dögunum og þá bætti Helga Margrét íslandsmetið í sjöþraut um 122 stig fyrir hálfum mánuði í Tékklandi. Íris Anna bætti eigið íslandsmet í 3000m hindrunarhlaupi fyrir 12 dögum um rúmalega hálfa mínútu.
 
Þjálfarar í ferðinni verða þeir Stefán Jóhannsson og Guðmundur Hólmar Jónsson, en Stefán er persónu-
legur þjálfari allra þessara einstaklinga. Guðmundur Hólmar þjálfaði Helgu Margréti í nokkur ár hjá
USVH, áður en hún flutti til Reykjavíkur sl. haust og gekk til liðs við Ármann.
 
Sjá nánar: www.iaaf.org
meira...

Sandra Pétursdóttir bætti íslandsmetið í sleggjukasti í 49,97 metra

Sandra Pétursdóttir 19 ára stúlka úr ÍR tvíbætti í kvöld íslandsmet kvenna í sleggjukasti á innanfélagsmóti ÍR á kastvellinum í Laugardal. Sanda bætti metið fyrst í annari umferð, kastaði 49,70 metra og bætti þá met Aðalheiðar Maríu Vigfúsdóttur Breiðabliki um 1 sm, en það var 49,69 metrar frá sl. ári.
Sanda bætti svo metið enn frekar í sjöttu og síðustu umferð þegar hún kastaði 49,97 metra.
Kastsería Söndru var mjög góð: 47,16-49,70-46,09-49,00-49,21-49,97.
 
Fyrrverandi íslandsmethafi, Aðalheiður María Vigfúsdóttir Breiðabliki varð í öðru sæti í keppninni í kvöld, kastaði 48,00 metra. Í þriðja sæti varð svo hin 16 ára María Ósk Felixdóttir ÍR, en hún kastaði lengst 36,62 metra, sem er nýtt meyjamet með 4 kg sleggju (15-16 ára), gamla metið í þeim aldursflokki átti Sandra Pétursdóttir, 34,9 metra frá árinu 2005. María tvíbætti það met reyndar, því hún bætti metið fyrst í 36,52 metra.
 
Sandra bætti eigin árangur í kvöld um 2,85 metra, en hún átti best 47,12 metra frá því fyrr í þessum mánuði, sem var íslandmeti í flokki 19-20 ára unglinga. Þetta er að sjálfsögðu einnig met í aldursflokki 21-22 ára, en metið þar var 49,40m (Kristbjörg Helga Ingvarsdóttir FH, 2007).
FRÍ óskar félagi hennar ÍR og þjálfara Pétri Guðmundssyni til hamingju með þennan glæsilega árangur.
 
Það er því útlit fyrir mjög spennandi sleggjukastkeppni í fyrstu grein seinni dags í Bikarkeppni FRÍ á laugardagsmorgun, en þar mætir Sandra þeim Aðalheiði Maríu Vigfúsdóttur Breiðabliki (49,69m) og Kristbjörgu Helgu Ingvarsdóttur FH (49,40m), en allar þessar konur geta bætt íslansmetið á laugardaginn.
 
Þetta er 11. og 12. íslandsmetið sem bætt er í fullorðinsflokkum utanhúss á þessu ári.
 
meira...

Frjálsíþróttaskóli UMFÍ á sex stöðum á landinu í næstu viku

Ungmennafélag Íslands starfrækir frjálsíþróttaskóla vikuna 7.-11. júlí fyrir ungmenni á aldrinum 11 til 18 ára. Skólinn er í samvinnu við Frjálsíþróttasamband Íslands. Þarna er á ferðinni spennandi tækifæri fyrir ungmenni sem vilja reyna í fyrsta sinn eða efla sig í frjálsum íþróttum. Veldu þann stað sem hentar þér og taktu þátt í góðum félagsskap. Auk íþróttaæfinga verða kvöldvökur, varðeldur, gönguferðir og óvæntar uppákomur.
 
Frjálsíþróttaskólinn verður á eftirtöldum stöðum, Borgarnesi, Ísafirði, Sauðárkróki, Laugum í Reykjadal, Egilsstöðum og í Vík. Þátttakendur dvelja í íþróttabúðum á viðkomandi stað frá mánudegi til föstudags. Þátttökugjald er kr. 15.000 og er innifalið í því kennsla, fæði og húsnæði. Skólinn er tilvalinn undirbúningur fyrir unglingalandsmótið í Þorlákshöfn. Hægt verður að sækja um í skólann út þess vikuna en nánari upplýsingar eru veittar í síma 568-2929.
 
Sjá nánar: www.umfi.is
 
meira...

43. Bikarkeppni FRÍ hefst á föstudaginn – allir bestu með

43. Bikarkeppni FRÍ fer fram nk. föstudag og laugardag á Kópavogsvelli. Skráningu lauk á miðnætti í nótt og ljóst er að allt besta frjálsíþróttafólk landsins keppir fyrir sín lið í Bikarkeppni FRÍ að þessu sinni.
Keppnin hefst kl. 18:00 á föstudaginn og kl. 11:00 á laugardaginn og eru áætluð mótslok eru laust fyrir kl. 15.
meira...

Góður árangrur, met og bætingar í Gautaborg um helgina

Gautaborgarleikarnir fór fram um helgina og kepptu fjölmargir íslenskir frjálsíþróttamenn á mótinu, bæði landsliðsfólk, auk barna- og unglinga frá ýmsum félögum, flestum frá ÍR.
 
Bjarki Gíslason UFA bætti á föstudaginn eigin árangur og íslandsmet drengja, unglinga og ungkarla
í stangarstökki þegar hann stökk 4,54 metra og varð í öðru sæti í flokki 19 ára og yngri.
Í gær gerði hann svo enn betur, en þá stökk hann yfir 4,64 metra og bætti því metin sín í öllum flokkum frá föstudeginum um 10 sm. Bjarki átti best áður 4,45 metra, frá því fyrr í þessum mánuði.
meira...

Ásdís kastaði aftur yfir ólympíulágmarki í gær, 56,50 metra

Ásdís Hjálmsdóttir Ármanni keppti í gær á Kaupmannahafnarleikunum og sigraði örugglega í spjótkastinu.
Ásdís kastaði lengst 56,50 metra, sem er aðeins 99 sm frá Íslandsmetinu, sem hún setti um sl. helgi í Tallinn.
Þetta er hálfum metra yfir B-lágmarki fyrir Ólympíuleikana, þannig að Ásdís hefur kastað yfir því á tveimur síðustu mótum. Ásdís sigraði með nokkrum yfirburðum í gær, en Elisabeth Pauer frá Austurríki varð í öðru sæti með 52,70 metra og Elisabeth Eberl einnig frá Austurríki varð í þriðja sæti með 50,65 metra.
Kastsería Ásdísar var eftirfarandi: 50,30-51,60-54,20-óg-55,61-56,50. Sjá nánar: www.dansk-atletik.dk
meira...

Nýr vefur um frjálsíþróttir – www.frjalsar.net

Fyrir skömmu var opnaður nýr og glæsilegur vefur tileinkaður frjálsum íþróttum; frjalsar.net.
 
Ætlunin með Frjalsar.net er að byggja upp samfélag fyrir frjálsíþróttafólk og áhugafólk um frjálsar íþróttir og sameina fréttir og upplýsingar á einn stað.
 
meira...
1 255 256 257 258 259 272
X
X