11. Unglingalandsmót UMFÍ í Þorlákshöfn – Skráning hafin

Undirbúningi fyrir 11. Unglingalandsmót UMFÍ í Þorlákshöfn miðar vel áfram en mótið verður haldið dagana 1.-3. ágúst í sumar. Á mótinu verður keppt í frjálsíþróttum, glímu, golfi, hestaíþróttum, knattspyrnu,
körfuknattleik, motocross, skák og sundi. Nánari upplýsingar um einstaka greinar og flokka í keppnsigreinum má sjá á heimasíðu mótsins www.ulm.is
 
Ragnar Sigurðsson, formaður Unglingalandsmótsnefndar, sagði í samtali við HSK fréttir að uppbygging mannvirkja sé að áætlun og verið sé að leggja gerviefni á hlaupabrautir þessa dagana og stefnt er að því að þeim framkvæmdum ljúki um helgina.
,,Það er í mörg horn að líta og fram að þessu hefur allt gengið samkvæmt áætlun.
Ég er með gott starfsfólk í kringum mig sem skiptir miklu máli,"
sagði Ragnar Sigurðsson formaður unglingalandsmótsnefndar í Þorlákshöfn í samtali við blaðið.
 
Fréttin er úr Fréttabréfi HSK
meira...

Helga í 3. sæti í kúluvarpinu, er í 11. sæti eftir þrjár greinar

Helga Margrét varpaði kúlunni 12,83 metra í þriðju keppnisgrein sjöþrautakeppninnar á HM unglinga.
Þetta var þriðja lengsta kastið í keppninni og nálægt hennar besta árangri, en hún á best 13,17 metra frá sl. ári og
12,87m best á þessu ári. Helga fór upp um tvö sæti eftir kúluvarpið og er sem stendur í 11. sæti komin 2427 stig, sem er 11 stigum minna en í metþraut hennar fyrir tæplega einum mánuði. Í metþautinni þá hljóp hún 100m grind á 14,92s, stökk 1,71m í hástökki, varpaði kúlunni 12,87 metra og hljóp 200m á 25,18 sek. Síðasta keppnisgrein dagsins er 200m hlaup, en það er á dagskrá kl. 16:45. Helga hleypur í síðasta riðli á 8. braut. Keppnin er gríðarlega jöfn og spennandi, sem dæmi um það þá mundar aðeins 78 stigum á 4. sæti (2491 stig) og 13. sæti (2413 stig) eftir fyrstu þrjár greinarnar.
Nánar: www.iaaf.org
meira...

Helga Margrét í 13. sæti eftir tvær greinar á HM unglinga

Helga Margrét Þorsteinsdóttir hóf í morgun keppni í sjöþraut á HM unglinga 19 ára og yngri í Bydgoszcz.
Helga hjóp 100m grindahlaup á 15,07 sek.(-1,5m/s), sem var 16. besti tíminn og fékk 832 stig. Þetta
er 30/100 úr sek. frá hennar besta tíma, sem er 14,77 sek. frá sl. ári.
Helga stökk síðan 1,72 metra í hástökki og bætti sig um 1 sm og varð í 8.-10. sæti og fékk 879 stig.
Helga er í 13. sæti af þeim 24 stúlkum sem hófu keppni í sjöþrautinni í morgun með 1711 stig og lofar byrjunin góðu fyrir framhaldið. Helga Margrét verður 17 ára síðar á þessu ári, svo hún á ennþá tvö ár eftir í þessum aldursflokki.
 
Næstu greinar í dag eru svo kúluvarp (kl. 15:10 að ísl. tíma) og að lokum 200m hlaup (kl. 16:45). Helga á þriðja besta árangur keppenda í kúluvarpi og áttunda besta tíma í 200m hlaupi, svo ekki er ólíklegt að Helga nái að vinna sig upp um einhver sæti eftir þær greinar ef allt gengur að óskum.
 
Sjá nánar: www.iaaf.org
meira...

Sveinn Elías í 5. sæti eftir fyrri dag á HM unglinga

Sveinn Elías Elíasson er í 5. sæti eftir fyrri dag í tugþrautinni á HM unglinga 19 ára og yngri.
Sveinn stökk 1,87 metra í hástökki og varð í 14.-15. sæti í þeirri grein, en hann á best 1,95m.
Sveinn hljóp síðan 400m á 48,18 sek. og sigraði örugglega á sínum næstbesta tíma, en hann á
best 48,03s frá sl. ári. Sveinn datt niður í 9. sæti eftir hástökkið, en lyfti sér svo upp um fjögur
sæti með þessum góða árangri í 400m hlaupinu, en fyrir það fékk hann 900 stig.
Sveinn hefur því sigrað tvær greinar af fimm á fyrri degi.
Staðan eftir fyrri dag:
1. Eduvard Mihan, BLR, 4155 stig.
2. Mihail Dudas, SRB, 4084 stig.
3. Jan Kobel, GER, 4021 stig.
4. Jacek Nabozny, 3929 stig.
5. Sveinn Elías, 3925 stig.
 
Keppnin heldur svo áfram í fyrramálið með 110m grindahlaupi.
Sjá nánar: www.iaaf.org
 
meira...

Sveinn Elías hættur keppni á HM unglinga

Sveinn Elías Elíasson hætti keppni eftir aðra keppnisgrein seinni dags í tugþrautarkeppninni á HM unglinga.
Sveinn sem var í 5. sæti eftir fyrri dag, hljóp 110m grindahlaup í morgun á 15,41 sek., sem var 12. besti árangur í þeirri og féll um eitt sæti. Þá kastaði hann kringlunni 32,95 metra og varð í 18. og næstsíðasta sæti með þann árangur. Sveinn féll niður um sex sæti eftir kringlukastið og var í 12. sæti fyrir áttundu greinina, stangarstökk. Sveinn ákvað þá að hætta keppni, frekar en að keppa með lánsstöngum, en stangarstökksstangir hans urðu eftir í Munchen á leiðinni til Bydgoszcz sl. sunnudag og bárust ekki í tæka tíð fyrir stangarstökks-
keppnina í dag. Þetta eru að sjálfsögðu mikil vonbrigði fyrir Svein sem var í keppni um efstu sæti á mótinu.
 
Á morgun hefur Helga Margrét Þorsteinsdóttir keppni í sjöþrautinni í Bydgoszcz. Helga er með 5. besta árangur af þeim keppendum sem skráðar eru til leiks á mótinu, en íslandsmet hennar frá sl. mánuði er 5524 stig.
Sjá nánar: www.iaaf.org
meira...

Sveinn Elías í 5. sæti á HM unglinga eftir fyrstu tvær greinarnar

Sveinn Elías Elíasson hóf keppni í tugþraut á HM unglinga í Bydgoszcz í Pólandi í morgun.
Sveinn hljóp 100m á 10,79 sek. (-0,1m/s) og sigraði í þeirri grein á sínum næstbesta tíma (PB 10,73s).
Sveinn stökk síðan 6.71 metra í langstökki, sem var 12. besti árangur í þeirri grein (PB 6,98m).
 
Sveinn var því í fyrsta sæti eftir 100m hlaupið, en féll niður í 5. sæti eftir langstökkið. Sveinn er komin með
samtals 1654 stig, en staða efstu manna er eftirfarandi eftir tvær greinar:
1. Eduard Mihan, BLR, 1760 stig.
2. Adam Bevis, AUS, 1716 stig.
3. Mihail Dudas, SRB, 1708 stig.
4. Eric Lankocz, FRA, 1681 stig.
5. Sveinn Elías, ISL, 1654 stig.
6. Daniel Gardiner, GBR, 1628 stig.
7. Jan Kobel, GER, 1601 stig.
8. Jacek Nabozny, POL, 1589 stig.
 
Nú er að hefjast keppni í kúluvarpi, en þar á Sveinn best 13,11 metra (6 kg kúla).
Síðdegist er svo hástökk (kl. 15:00 að ísl. tíma) og lokagreinin í dag eru 400m (kl. 17:35).
19 þátttakendur hófu keppni í tugþrautinni í morgun.
Sjá nánar: www.iaaf.org
meira...

Bæting í kúluvarpi hjá Sveini, er í 8. sæti eftir 3 greinar

Sveinn Elías Elíasson varpaði kúlunni 13,28 metra og bætti sig um 17 sm í þeirri grein, en
hann varð í 14. sæti í kúluvarpinu.
Sveinn féll um þrjú sæti eftir kúluvarpið og er sem stendur í 8. sæti með samtals 2338 stig.
Næsta grein er svo hástökk, en þar á Sveinn best 1,95 metra og síðasta greinin í dag er
svo 400m hlaup, þar sem Sveinn á best 48,03 sek. frá sl. ári.
Sjá nánar: www.iaaf.org
meira...

Íris Anna hefur lokið keppni á HM unglinga, hljóp á 10:50,45 mín

Íris Anna Skúladóttir keppti í morgun í fyrri undanriðli í 3000m hindrunarhlaupi á heimsmeistaramóti unglinga í Bydgoszcz í Pólandi. Íris Anna hljóp á 10:50,45 mín, sem er næstbesti tími hennar og rúmlega 8 sek. frá íslandsmetinu, sem hún sett í sl. mánuði, en það er 10:42,25 mín.
Samtals tóku 30 keppendur þátt í undanriðlunum tveimur í morgun og náði Íris Anna 25. besta tíma í keppninni í morgun. Bestum tíma náði Christine Kambua frá Keníu, en hún sigraði í seinni riðlinum á 9:59,88 mín.
meira...

FH ingar eru bikarmeistarar – 15 sigur FH í röð

Lið FH sigraði í 43. Bikarkeppni FRÍ, sem lauk á Kópavogsvelli í dag. Þetta var 15 sigur FH í röð í bikarkeppninni og í 18. sigur FH frá upphafi keppninnar og hefur FH nú sigrað oftar en nokkurt annað lið.
Lið ÍR hefur sigrað alls 17 sinnum frá upphafi, þar af 16 sinnum í röð frá 1972-1987.
meira...

Bikarkeppni FRÍ – Vinnur FH sinni 15 titil í röð?

Frá því að keppt var fyrst í Bikarkeppni FRÍ árið 1966, hafa aðeins hafa fimm lið borið sigur úr bítum í keppninni. Fyrstu fimm árin bar KR höfuð og herðar yfir önnur lið, en árið 1971 rauf UMSK sigurgöngu KR-inga, eftir jafna keppni við ÍR.
meira...
1 254 255 256 257 258 272
X
X